Máli Fræðagarðs, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélags lögfræðinga og Félags íslenskra félagsvísindamanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur í málinu verður boðaður innan tíðar.

Máli Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Félags skipstjórnarmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Boðað verður til fundar í málinu innan tíðar.

Máli Verkalýðsfélags Akraness, VR, FIT, RSÍ og Stéttarfélags Vesturlands og Samtaka atvinnulífsins vegna Norðuráls hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Kjarasamningur aðila rann út 31. desember 2019.

Máli Eflingar – stéttarfélags og Samtaka sjálfstæðra skóla hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Boðað verður til fundar í málinu innan tíðar.

Máli Sjómannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Herjólfs hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Boðað verður til fundar í málinu innan tíðar.

Flugvirkjafélag Íslands hefur vísað kjaradeilu við fjármála-og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs  v/Landhelgisgæslu Íslands, til ríkissáttasemjara.

Boðað verður til sáttafundar í deilunni innan tíðar.

Eftir 22 klst. fundalotu um helgina undirrituðu samninganefndir Eflingar – stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga kjarasamning, laust fyrir miðnætti  á sunnudagskvöldið.

Samningurinn gildir til 31. mars 2023.

Verkfalli Eflingar hefur verið aflýst.

Máli Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Fyrri kjarasamningur aðila rann út 31. desember 2018.

Ótímabundin vinnustöðvun hefur verið boðuð hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus. Vinnustöðvunin hefst klukkan 12:00 þriðjudaginn 5. mars. Á kjörskrá voru 260 félagsmenn Eflingar. Á kjörskrá voru 260 félagsmenn Eflingar. Verkfallsboðun hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa í grunnskólum sveitarfélaganna var samþykkt með 89,35% greiddra atkvæða. Verkfallsboðun hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögunum á öðrum vnnustöðum en í grunnskólum var samþykkt með 88,17% greiddra atkvæða.

Samninganefndir Tollvarðafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hafa undirritað kjarasamning. Samningurinn gildir til 31. mars 2023. Samningurinn verður borinn undir atkvæðagreiðslu félagsmanna Tollvarðafélagsins og skal henni lokið eigi síðar en 7. maí