Verkalýðsfélag Akranes vísar kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara

VLFA, Verkalýðsfélag Akranes hefur vísað kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga til sáttameðferðar.

Fyrsti fundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 21. ágúst kl. 09.00.

17 félög innan SGS, Starfsgreinasambands Íslands, höfðu áður vísað kjaradeilu sinni við SNS til ríkissáttasemjara svo og Efling, þannig að nú hafa öll 19 félög SGS óskað eftir milligöngu sáttasemjara í viðræðum við sveitarfélögin.

 

Mjólkurfræðingar undirrita kjarasamning við SA

MFFÍ, Mjólkurfræðingafélag Íslands og SA hafa gengið frá kjarasamningi.

Samningurinn gildir til 1. nóvember 2022 og nær til 44 félagsmanna Mjólkurfræðingafélagsins.

Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 14. mars og haldnir voru 8 sáttafundir  í deilunni.

Flugfreyjufélag Íslands vísar kjaradeilu við SA v/Air Iceland Connect til sáttameðferðar

FFÍ, Flugfreyjufélag Íslands, hefur vísað kjaradeilu  við SA  v/Air Iceland Connect til ríkissáttasemjara.

Flugmenn hjá flugfélaginu hafa einnig vísað kjaradeilu sinni til sáttasemjara.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra boðar vinnustöðvun

FÍF, Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað vinnustöðvun í formi þjálfunarbanns allra
félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra sem starfa hjá Isavia Ohf. frá og með 14.
júní 2019 klukkan 12:00, ótímabundið eða þar til nýr kjarasamningur hefur verið samþykktur.

Þjálfunarbannið tekur til allra tíma sólahringsins

 

 

Nýtt sáttamál á borð ríkissáttasemjara

Blaðamannafélag Íslands vísaði í dag kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur í kjaradeilunni verður haldinn 28. júní kl. 10.00.

Tveimur kjaradeilum vísað til ríkissáttasemjara

Starfsgreinasamband Íslands og Efling hafa vísað kjaradeilum við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttsemjara.

Boðað hefur verið til fyrsta fundar miðvikudaginn 5. júní.

Nýtt sáttamál

Máli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Air Iceland Connect hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Málið er það níunda sem vísað er til embættisins á árinu. Boðað verður til fyrsta fundar innan tíðar.

Kjarasamningar samþykktir

Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV og 19 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, sem undirritaðir voru þann 3. april síðastliðinn, lauk í vikunni og voru niðurstöður kunngerðar þann 24. apríl.

Samtals voru 36.835 manns á kjörskrá hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins og var kjörsókn í heildina 12,78%. Samningarnir voru samþykktir með 80,06% atkvæða en 17,33% greiddu atkvæði gegn þeim og 2,61% skiluðu auðum kjörseðlum.

Landssamband íslenskra verslunarmanna kynnti niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga sem gerðir voru á milli LÍV og SA annars vegar og VR og SA hins vegar. Á kjörskrá voru 37.375 manns og af þeim greiddu 7.757 manns atkvæði, eða 20,75%. Samningarnir voru samþykktir með 88,40% atkvæða, nei sögðu 9,85% og 1,79% skilaði auðum kjörseðli.

Auk þessa greiddu félagar VR og LÍV atkvæði um kjarasamning félaganna við Félag atvinnurekenda sem var undirritaður þann 5. apríl. Á kjörskrá voru 1.732 og kjörsókn var 26,67%. Samningurinn var samþykktur með 88,74% atkvæða. 10,17% sögðu nei og 1,08% skilaði auðu.

Alls taka þessir samningar til tæplega 76.000 manns.

 

Páskafrí

Lokað verður hjá Embætti ríkissáttasemjara um páskana. Við opnum aftur þriðjudaginn 23. apríl.

Gleðilega páska.