FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað verkfall f.h. félagsmanna sinna hjá Bluebird Nordic.

Verkfallið hefst kl. 00.01, 1. febrúar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Á kjörskrá voru 10 og tóku allir þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu  verkfallsboðun.

Verkfallsaðgerðirnar fela í sér ótímabundið verkfall meðal flugmanna Bluebird Nordic sem eru félagsmenn í FÍA.

FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur vísað kjaradeilu sinni við Blubird Nordic (Bláfugl til ríkissáttasemjara.

Kjarasamningurinn nær til 11 félagsmanna FÍA og rann út 31. mars 2020.

AFL starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa vísað kjaradeilu við Alcoa fjarðaál til sáttasemjara.

Síðast gildandi kjarasamningur rann út 1. mars 2020.

Kennarasamband Íslands v/Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum gengu frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga í kvöld.

Samningurinn gildir til 31. desember 2021.

Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 23. október og haldnir voru 8 sáttafundir auk vinnufunda.

Kjarasamningar starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík voru samþykktir með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu.

Iðnaðarmenn samþykktu samninginn með 85% atkvæða, þátttaka í atkvæðagreiðslunni var rúmlega 90%.

Félagar í Verkalýðsfélaginu Hlíf og VR samþykktu með 89% greiddra atkvæða og þátttakan var tæp 70%.

Boðuðum verkföllum hefur verið aflýst.

Hlíf, RSÍ, FIT, VM og VR og SA v/Rio Tinto hafa undirritað kjarasamning fyrir starfsmenn álversins.

Samningurinn gildir til 31. maí 2021.

Kennarasamband Íslands v/Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara.

Kjarasamningur milli aðila hefur verið laus síðan 30. júní 2019, og samningaviðræður staðið frá því í apríl síðastliðnum án þess niðurstaða næðist.

 

Efling stéttarfélag og SSSK, Samtök sjálfstæðra skóla  hafa undirritað kjarasamning til 31. maí 2023. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019.

FVFÍ, Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun það hefjast 5. nóvember nk. kl. 23.59.

18 flugvirkjar voru á kjörskrá og 16 tóku þátt í atkvæðagreiðslu.

14 sögðu já eða 87,5%

2 tóku ekki afstöðu eða 12,5%

Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum sem unnin eru á grundvelli laga nr 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands.

 

Áðurboðuðu verkfalli sem átti að hefjast 28. október var aflýst.

Félag iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélag Akraness, Stéttarfélag Vesturlands, VR og Rafniðnaðarsamband Íslands undirrituðu kjarasamning við Norðurál á Grundartanga, nú á sjöunda tímanum.

Samningur gildir til 31. desember 2024.