Skip to main content

Sáttamiðlun-lyklar

Sáttamiðlun
er aðferð sem notuð er til aðstoðar við úrlausn ágreinings

Um er að ræða skipulagt ferli sem leitt er af óháðum þriðja aðila og þátttöku sjálfviljugra einstaklinga.  Aðferðin, sem er viðurkennd og margreynd, hefur lengi verið notuð til úrlausnar ágreinings af öllum stærðum og gerðum, milli einstaklinga eða hópa í ólíkum aðstæðum.

Sáttamiðlun grundvallast á nýrri nálgun ólíkri eldri hugmyndum sem byggjast á að forðast eigi ágreining, að aðilarnir séu andstæðingar sem skella skuldinni hvor á annan og markmiðið sé að finna eina sanna lausn þar sem annar bíður lægri hlut en hinn fer með sigur af hólmi.  Þvert á móti byggir sáttamiðlun á að deilur séu óumflýjanlegur hluti lífsins þar sem um sé að ræða sameiginlega deilu á ábyrgð beggja/allra aðilanna þar sem enginn einn býr yfir öllum sannleika málsins.

Gildismat
sem sáttamiðlun byggir á

  • Virðing fyrir einstaklingnum og sjálfsákvörðunarrétti þeirra.
  • Trú á getu fólks og mikilvægi þátttöku til að leysa eigin málefni.
  • Trú á réttlætiskennd fólks.
  • Trú á að mögulegt sé að ná gagnkvæmri lausn sem feli í sér gagnkvæma ábyrgð á niðurstöðunni.

 

Ákveðnar forsendur
eru lagðar til grundvallar sáttamiðlun

  • Ágreiningur er óumflýjanlegur partur lífsins og ber í sér möguleika jákvæðra breytinga,
    viðbragðið ræður því hvort hann verður niðurbrjótandi eða uppbyggjandi.
  • Samtal og samskipti eru ákjósanlegasta leiðin til úrlausnar ágreinings.
  • Aðilarnir bera sjálfir ábyrgð á ágreiningnum og úrlausn hans.
  • Aðilarnir eru sérfræðingar í þeim ágreiningi sem við er að eiga og vita því best hvaða niðurstaða
    þjónar hagsmunum og þörfum þeirra best.
  • Enginn einn býr yfir öllum sannleika málsins.

 

Hlutverk sáttamannsins eða sáttamannanna

  • Að undirbúa og leiða ferlið.
  • Skapa öruggt andrúmsloft.
  • Virða trúnað.
  • Gæta að óhæði.
  • Gæta hlutleysis.
  • Gæta jafræðis.

 

Ferli sáttamiðlunar

1

Undirbúningur

2

Kynning ágreiningsefna og upplýsingagjöf

3

Afmörkun ágreinings

4

Lausna leitað

5

Mat og val á úrlausnum, samningaviðræður, frágangur sáttar/samkomulags

6

Undirritun samkomulags

Ágreiningur er hluti af lífinu

Allar manneskjur takast á við ágreining hvort sem er í einkalífi eða atvinnu.  Því er gagnlegt að kynna sér gildismat og forsendur sáttamiðlunar með það að sjónarmiði að auka færni okkar í vinnu og heima.  Í hvert sinn sem við tökumst á við ágreining fáum við tækifæri til að þroska hæfni og getu okkar til þess að takast á við verkefni lífsins með uppbyggilegum hætti með virðingu fyrir okkur sjálfum og þeim sem við eigum í ágreiningi við að leiðarljósi.