Skip to main content

Samfélagsleg ábyrgð

Megináherslur

Embætti ríkissáttasemjara leggur áherslu á að sýna samfélagslega ábyrgð í allri sinni starfsemi, en það felur í sér að það axlar ábyrgð á þeim áhrifum sem það hefur á samfélagið – fólk og umhverfi. Embættið skipuleggur starfsemi sína þannig að það hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins og neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni verði sem minnst.

Embættið starfar samkvæmt lögum, reglum og áherslum stjórnvalda á þessu sviði – þar með töldum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur það sett sér m.a. siðareglur, samskiptareglur, fræðslustefnu, jafnréttis- og mannauðsstefnu, umhverfis- og loftslagsstefnu og tekur virkan þátt í Grænum skrefum, verkefni fyrir ríkisstofnanir sem vilja efla sitt umhverfisstarf.

 

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmiðin eru 17 talsins og mynda jafnvægi efnahagslegrar, félagslegrar og umhverfislegrar stoðar sjálfbærrar þróunar. Undirmarkmiðin 169 ná bæði til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs og fela í sér fimm meginþemu; mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf. Megininntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði útundan