Skip to main content

Starfsfólk

Teymið

Embætti ríkissáttasemjara hefur á að skipa litlu en öflugu teymi starfsfólks.

Ríkissáttasemjari

Ástráður Haraldsson

Ástráður Harladsson er ríkissáttasemjari, skipaður til fimm ára frá og með 18. júlí 2023. Ríkissáttasemjari annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar.

Ástráður Harladsson er ríkissáttasemjari, skipaður til fimm ára frá og með 18. júlí 2023.
Ástráður lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1990. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1991 og varð hæstaréttarlögmaður árið 1995. Hann starfaði sem lögmaður í á þriðja áratug áður en hann tók við embætti héraðsdómara í janúar árið 2018. Ástráður starfaði í hlutastarfi sem aðstoðarsáttasemjari við embætti ríkissáttasemjara frá árinu 2019.
Starfsfólk - móttökufulltrúi
Fulltrúi

Anna Sigríður Guðmundsdóttir

.

Anna er í hálfu starfi og sér um kaffistofu í tengslum við fundi sem haldnir eru í húsakynnum þess, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Hagfræðingur

Ágúst Arnórsson

Starfsfólk-skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri og aðstoðarsáttasemjari

Elísabet S. Ólafsdóttir

Aðstoðarsáttasemjarar

Ríkissáttasemjari getur kallað til aðstoðarsáttasemjara á grundvelli heimildar í 4. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, en þar segir að ríkissáttasemjari geti tilnefnt aðstoðarsáttasemjara til að aðstoða sig við lausn vinnudeilu eða vinna sjálfstætt að lausn einstakrar vinnudeilu. Það er borgaraleg skylda að taka að sér aðstoðarsáttasemjarastarf.