Teymið
Embætti ríkissáttasemjara hefur á að skipa litlu en öflugu teymi starfsfólks.
Teymið
Embætti ríkissáttasemjara hefur á að skipa litlu en öflugu teymi starfsfólks.
Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edinburgh Business School – Heriot-Watt University í október 2004. Auk þess hefur hann lokið MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá stundaði hann doktorsnám í samningatækni hjá Grenoble École de Management samhliða vinnu á árunum 2016-2018.
Frá því í janúar 2014 og þar til hann hóf störf hjá embættinu starfaði Aðalsteinn sem framkvæmdastjóri hjá EFTA, European Free Trade Association. Samhliða störfum sínum þar var hann lektor við Háskólann í Reykjavík og kenndi þar meðal annars samningatækni og lausn deilumála í MBA-námi. Þá starfaði Aðalsteinn sem aðstoðarríkissáttasemjari frá því í byrjun árs 2019 vegna samninga á almennum vinnumarkaði og veitti hann embættinu liðsinni og var til ráðgjafar auk þess að sitja fundi með samningsaðilum.
Aðstoðarsáttasemjarar
Ríkissáttasemjari getur kallað til aðstoðarsáttasemjara á grundvelli heimildar í 4. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, en þar segir að ríkissáttasemjari geti tilnefnt aðstoðarsáttasemjara til að aðstoða sig við lausn vinnudeilu eða vinna sjálfstætt að lausn einstakrar vinnudeilu. Það er borgaraleg skylda að taka að sér aðstoðarsáttasemjarastarf.