Skip to main content

Viðræðuáætlun

Senda viðræðuáætlun

Viðræðuáætlun, þar sem aðilar kjarasamnings gera áætlun um viðræðuferlið sem framundan er, skal send ríkissáttasemjara  eigi síðar en tíu vikum áður en gildandi samningur rennur út. Skrifstofustjóri staðfestir móttöku skjalsins og telst það gilt frá staðfestri móttöku þess.

Ef samningsaðilar gera ekki viðræðuáætlun á tilskyldum tíma skal sáttasemjari gefa út slíka áætlun í síðasta lagi átta vikum áður en gildandi kjarasamningur er laus.

Samningsaðilar geta hvenær sem er eftir útgáfu viðræðuáætlunar óskað milligöngu sáttasemjara eða aðstoðar hans og skal hann þá þegar beita sér fyrir því að samningaumleitanir fari fram í samræmi við viðræðuáætlun. Samningsaðilar skulu gefa sáttasemjara kost á að fylgjast með vinnudeilu og samningaumleitunum hvenær sem hann óskar þess.

Sjá leiðbeiningar um gerð og skil viðræðuáæltana >

Viðræðuáætlun

Maximum file size: 134.22MB