Skip to main content

Vefstefna

Vefur og samfélagsmiðlar

Vefstefna embættis ríkissáttasemjara nær yfir vef embættisins og þá samfélagsmiðla sem það nýtir til að koma upplýsingum og þjónustu á framfæri. Með vefstefnunni er markmiðið að veita hagaðilum þjónustu og upplýsingar um starfsemi embættisins, miðla viðeigandi upplýsingum og bjóða upp á notendavæna þjónustu sem byggir á gildum embættisins; trausti, fagmennsku og skilvirkni. Vefstefnan tekur mið af stefnu embættisins og er ætlað að styðja framgang hennar. Hún er í samræmi við lög og kröfur sem gerðar eru til opinberra vefja.

 

Upplýsingar, fréttir, fræðsla

Vefur embættisins styður opinbera stefnu þess og er miðstöð þekkingar um allt sem snýr að kjarasamningum. Hann er upplýsinga-, frétta- og fræðslumiðill og sinnir því hlutverki gagnvart samninganefndum og forystu samtaka á vinnumarkaði, fjölmiðlum, almenningi, fræðasamfélaginu og starfsfólki embættisins. Af þeim miðlum sem embætti ríkissáttasemjara getur nýtt til að veita upplýsingar um starfsemi sína og þjónustu er vefur þess mikilvægastur.

 

Markmið

Markmiðið með miðlun á www.rikissattasemjari.is

Miðla upplýsingum til hagaðila og samfélags um starfsemi embættisins og þjónustu.
Veita hagaðilum stuðning og fræðslu við kjarasamningagerðina.
Veita hagaðilum aðgang að gagnagrunnum og upplýsingum sem nýst geta við kjarasamningagerðina.
Efla þjónustu embættisins við hagaðila.
 Bæta aðgengi að þjónustu embættisins með meiri og öflugri rafrænni þjónustu.
Auka vitund um embættið og mikilvæga starfsemi þess í þágu samfélagsins.

 

Markmið með miðlun á samfélagsmiðlum

Mæta skilgreindum hópum þar sem þeir eru.
Miðla upplýsingum til hagaðila um starfsemi embættisins og þjónustu.
Auka vitund um embættið og mikilvæga starfsemi þess í þágu samfélagsins.
Ýta undir dreifingu upplýsinga og beina heimsóknum inn á vefinn.

 

Efnisgerð

Efni sem sett er á vef og samfélagsmiðla er sniðið að mismunandi hópum; réttur, lýsandi texti, viðeigandi myndir og myndbönd. Texti er skýr og skiljanlegur. Myndmiðlun miðast við að endurspegla starfsemi embættisins, gildi og stefnu. Miðað er við að myndefni tengt fréttum sé fjölbreytt og gætt sé að jafnrétti og breidd, auk gæða. Þeir sem útbúa og setja efni inn á miðla embættisins skulu kynna sér og fylgja settri vefstefnu.

 

Aðgengi

Vefumsjónarkerfið uppfyllir kröfur fyrir opinbera vefi – þar með talið aðgengisviðmið. Við hönnun og framsetningu eru þarfir ólíkra hópa teknar til greina og hönnunin miðuð við það tæki sem mest er notað á hverjum tíma. Útlit vefs fellur að ímynd ríkissáttasemjara og hönnunarstaðli.

 

Endurskoðun

Vefstefnan er endurskoðuð árlega, markmið mæld og vefmælingar gerðar reglulega. Við endurskoðun er horft til þess hver framtíðarsýnin er, núverandi staða og hvernig vefurinn á að þróast – hvaða upplýsingar og þjónustu hann á að veita, og hverjum. Undirmarkmið, mælanleg, eru endurnýjuð með tilliti til endurskoðunarinnar og aðgerðir ákveðnar í samræmi við þau.

 

Ábyrgð

Yfirumsjón með vef embættisins, www.rikissattasemjari.is, og ábyrgð á viðhaldi hans er í höndum skrifstofustjóra. Undir þetta fellur innsetning frétta, funda, annars efnis eftir þörfum, samskipti við þjónustuaðila, eftirlit með umferð á vefnum og viðeigandi viðbrögð. Aðrir starfsmenn setja inn efni á vefinn eftir þörfum og í samráði við skrifstofustjóra.

 

Við stefnumótun hefur ríkissáttasemjari haft til hliðsjónar gögn og viðmið frá Stefnuráði Stjórnarráðsins samhæfingar- og samráðsvettvangi innan stjórnsýslunnar.