Gerðir kjarasamningar

Skrá yfir gildandi kjarasamninga
Eitt af hlutverkum embættis ríkissáttasemjara

Eitt af hlutverkum embættis ríkissáttasemjara er að halda skrá yfir alla gildandi kjarasamninga í landinu. Unnið er að gerð gagnagrunns þar sem mögulegt verður að nálgast og leita í kjarasamningum sem gerðir hafa verið á undanförnum árum. Vonir standa til að þeirri vinnu ljúki fyrir árslok 2022.

Þangað til er hægt að hafa samband við embættið til að fá afrit af kjarasamningum eða leita beint til aðila að viðkomandi samningi. Sum heildarsamtök og félög birta samninga á vefsíðum sínum, eins og greint er nánar frá hér fyrir neðan.

 

Slóðir á kjarasamninga

Hér fyrir neðan eru slóðir á vefi launagreiðenda, Samtaka atvinnulífsins, ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, þar sem hægt er að skoða og hlaða niður kjarasamninga sem viðkomandi aðilar hafa átt þátt í að gera. Einnig eru slóðir á vefi samtaka launafólks, en Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Kennarasambands Íslands (KÍ) hafa gert kjarasamninga aðildarfélaga sinna aðgengilega í gegnum vefi sína. Þá má nálgast kjarasamninga í gegnum vefi nokkurra stéttarfélaga, þau stærstu hér neðar.

Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við stéttarfélög og sambönd stéttarfélaga
Á vef Samtaka atvinnulífsins má nálgast kjarasamninga sem samtökin hafa gert fyrir hönd sinna aðila.
Skoða

Kjarasamningar ríkisins við stéttarfélög og sambönd stéttarfélaga
Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins má nálgast kjarasamninga sem  fjármálaráðherra hefur gert fyrir hönd ríkissjóðs við stéttarfélög og sambönd stéttarfélaga.
Skoða nýlegri kjarasamninga
Skoða kjarasamninga gerða 2014 og fyrr

Kjarasamningar sveitarfélaga við stéttarfélög og sambönd stéttarfélaga
Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má nálgast kjarasamninga sem Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert fyrir hönd sveitarfélaga sem falið hafa nefndinni kjarasamningaumboð fyrir sína hönd.
Skoða

Kjarasamningar Reykjavíkurborgar við stéttarfélög og sambönd stéttarfélaga
Á vef Reykjavíkurborgar má nálgast kjarasamninga borgarinnar við ýmis stéttarfélög. Annars vegar má nálgast kjarasamninga úr síðustu lotu og hinsvegar eldri kjarasamninga.
Skoða

Kjarasamningar aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) við launagreiðendur
Skoða

Kjarasamningar aðildarfélaga Kennarasambands Íslands (KÍ)
Skoða

Kjarasamningar VR við launagreiðendur
Skoða

Aðalkjarasamningar Eflingar stéttarfélags við launagreiðendur
Skoða

Kjarasamningar Sameykis við launagreiðendur
Skoða

Kjarasamningar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Skoða