Skip to main content

Fræðsluráð

Virkt samráð

Fræðsluráð er ráðgefandi í fræðslumálum embættis ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari leggur áherslu á að eiga í stöðugu samtali við aðila vinnumarkaðarins og hafa virkt samráð þegar kemur að fræðslumálum. Sameiginleg aðkoma að fræðslu fyrir samningsaðila er til þess fallin að stilla saman strengi og stuðla að skilvirku kjarasamningaferli þar sem samningur tekur við af samningi.

ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, SA, Reykjavíkurborg Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samninganefnd ríkisins tilnefna fulltrúa í ráðið.

 

Í fræðsluráði sitja:

Eyrún Björk Valsdóttir, ASÍ
Einar Mar Þórðarson, SNR
Inga Rún Ólafsdóttir, SNS
Íris Jóhannsdóttir, Reykjavíkurborg
Arna Jakobína Björnsdóttir, BSRB
Maj-Britt Hjördís Briem, SA
Karen Ósk Pétursdóttir, BHM
Þorgerður Diðriksdóttir, KÍ

Fræðsluráð kemur saman að minnsta kosti einu sinni á ári og fundar þess á milli ef þörf krefur.

 

 

Hlutverk fræðsluráðs

  • Yfirfara fræðsluáætlun hvers árs.
  • Aðstoða við að greina þröfina fyrir fræðslu og þjálfun. Meta hvers konar fræðslu á að veita og með hvaða leiðum
    til að mæta sem best þörf samningafólks og samningaumhverfisins.
  • Mæla með fólki í greininni sem gæti sinnt viðkomandi fræðslu, gefið ráð eða haldið kynningar.
  • Yfirfara mat á árangri af þeirri fræðslu sem veitt er .
  • Skapa sátt um og vekja athygli á fræðslustefnunni með því að kynna hana innan sinna samtaka
    og hvetja fólk innan eigin raða til að sækja sér fræðslu.