Skip to main content

Heildarstefna

Stefna ríkissáttasemjara skýrir meginhlutverk embættisins innan núgildandi lagaramma.

 

Framtíðarsýnin
er að samningur taki við af samningi og að almenn sátt ríki á vinnumarkaði

Ríkissáttasemjari stundar góða stjórnarhætti, fylgir settum lögum og vinnulagi í anda bestu leiða sem gefnar hafa verið út af Alþjóða vinnumálastofnuninni (ILO) og vinnur að framtíðarsýninni í góðri samvinnu og samskiptum við aðila á vinnumarkaði.

 

Meginhlutverkið
er að veita aðilum vinnumarkaðarins faglega, skilvirka og tímanlega þjónustu við lausn kjaradeilna

Ríkissáttasemjari rækir hlutverk sitt með áherslu á:

Sáttastörf
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Fræðslu og upplýsingagjöf

 

Gildin
eru fagmennska, skilvirkni og traust

Þau eru höfð að leiðarljósi í allri starfsemi embættisins.

Við stefnumótun hefur ríkissáttasemjari haft til hliðsjónar gögn og viðmið frá Stefnuráði Stjórnarráðsins, samhæfingar- og samráðsvettvangi innan stjórnsýslunnar.