Skip to main content

Gagnlegt efni

Varða
rannsóknastofnun vinnumarkaðarins

ASÍ og BSRB settu á fót Vörðu, rannsóknastofnun í vinnumarkaðsfræðum, til að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála. Tilgangur stofnunarinnar er að bæta þekkingu á lífsskilyrðum launafólks og brúa bilið milli fræðasamfélagsins og verkalýðshreyfingarinnar.

Útgefið efni Vörðu >

Merki ASÍ

Vinnuréttarvefur
ASÍ

Upplýsingavefur fyrir launafólk, atvinnurekendur og almenning. Hann getur einnig verið verkfæri í höndum þeirra sem þurfa starfs síns vegna upplýsingar um þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.

Meðal annars er sagt frá áhugaverðum dómum á sviði vinnuréttar og fluttar fréttir af framkvæmd á einstökum sviðum.

Skoða efni >

Merki BSRB

Vinnuréttarvefur
BSRB

Upplýsingar um réttindi og skyldur starfsmanna auk ýmissa annarra upplýsinga sem varða vinnumarkaðinn. Ólíkar reglur gilda eftir því hjá hverjum er starfað, þannig gilda að nokkru leyti ólíkar reglur um opinbera starfsmenn og um starfsmenn almenna vinnumarkaðarins. Einnig er  fjöldi reglna sem gilda fyrir alla á vinnumarkaði.

Skoða efni >

Vinnumarkaðsvefur
SA

Upplýsingar um kjara- og starfsmannamál. Honum er ætlað að vera grunnur upplýsinga og efla þjónustu samtakanna, en eitt mikilvægasta verkefni vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins er að veita aðildarfyrirtækjum SA ráðgjöf vegna kjara- og starfsmannamála.

Skoða efni >

Sjónvarp atvinnulífsins > 

Kjara- og mannauðsmál
Samband íslenskra sveitarfélaga

Upplýsingar og leiðbeiningar er snúa að kjara- og starfsmannamálum. Hlutverk Sambands íslenskra sveitarfélaga er m.a. að þjóna sveitarfélögum á sviði vinnumarkaðsmála, annast kjarasamningsgerð og hafa fyrirsvar í kjaramálum fyrir þau sveitarfélög sem veita umboð sitt til þess, hafa frumkvæði að rannsóknum og sinna upplýsingagjöf, eftir því sem við á.

Skoða efni >

Skjaldamerki Íslands

Kjarasamningar og kjör
fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kjarasamningar, gátlistar og upplýsingar tengdar kjarasamningum og kjarasamningagerð. Kjara- og mannauðssýslu ríkisins (KMR), sem starfar í umboði fjármála- og efnahagsráðherra, er í forsvari fyrir ríkið sem vinnuveitanda. Ráðherra fer með fyrirsvar ríkissjóðs við gerð kjarasamninga og skipar sérstaka samninganefnd til að annast samninga fyrir sína hönd, sú starfar í nánum tengslum við KMR.

Skoða efni >

Skjaldamerki Íslands

Vinnumál
félagsmálaráðuneytið

Upplýsingar um vinnulöggjöf og annað tengt vinnumálum. Almenn vinnulöggjöf heyrir undir félagsmálaráðuneytið, sem fer með yfirstjórn málaflokksins, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun, fara með framkvæmd einstakra málaflokka.

Skoða efni >

Merki Sameykis

Ýmislegt um kjaramál
Sameyki

Almennar upplýsingar um kjaramál, réttindi og skyldur.

Skoða efni >

Merki Eflingar

Kjaramál
Efling

Kjarasamningar og ýmsar upplýsingar tengdar kjaramálum.

Skoða efni >

Stofnanasamningar

Stofnanasamningar

Efni um tilurð og markmið stofnanasamninga sem og efni sem nýst getur við gerð og framkvæmd þeirra.

Skoða efni >

Bandalag háskólamanna

Upplýsingar um kjör og réttindi

Upplýsingar um annarsvegar kaup og kjör og hinsvegar réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði. Upplýsingarnar byggja fyrst og fremst á umhverfi aðildarfélaga BHM og er ætlað félagsmönnum jafnt sem vinnuveitendum þeirra. 

Skoða efni >