Skip to main content

Fræðsluviðburðir

Efni og þjálfun við hæfi

Fræðsluviðburðum ríkissáttasemjara er ætlað að styðja við starf samninganefnda og annarra sem koma að kjarasamningagerð með efni og þjálfun við hæfi. Þannig leggja grunninn að skilvirkari kjarasamningagerð, hraðari úrvinnslu og meiri sátt á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Lögð er áhersla á að fræðsla í hvers konar mynd sé markviss og að notendur hafi traust á gæðum og áreiðanleika hennar.

Fræðsluviðburðir eru haldnir í húsnæði embættisins nema að tilkynnt sé um annað. Mögulegt er að sitja fræðslu rafrænt og nálgast efnið í framhaldinu á vef embættisins. Miðlunin er höndum sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði, í háskólasamfélaginu og innan kjarasamningaumhverfisins.

Fræðslumorgnar

Ríkissáttasemjari stendur fyrir reglulegum fræðslumorgnum yfir vetrartímann. Inntak fundanna er sérsniðið að samningaumhverfinu og leiðbeinendur eru „fólkið úr bransanum“.

Næstu fræðslumorgnar

Námskeið, fyrirlestrar og vinnustofur

Kjarasamningasviðið; samfélagið, samingaumhverfið og samningaborðið, er inntak námskeiða sem haldin eru á vegum ríkissáttasemjara. Leið við miðlun hverju sinni er valin út frá því sem hentar best efni og þeim hópi sem fær fræðsluna.

Næstu námskeið

Opið hús

Embætti ríkissáttasemjara tók til starfa 1. mars 1980 og stendur fyrir opnu húsi á þeim degi ár hvert. Tekið er vel á móti gestum, starfsemin kynnt og þau mikilvægu mál sem embættið vinnur að í þágu íslensks vinnumarkaðar og samfélags.

Næsta opna hús

Þetta sögðu þátttakendur …

Takk kærlega. Frábært að hitta aðra frá öðrum samninganefndum. Ólíkir hópar, ólík sjónarmið. Erum að vinna öll að sama markmiði.

Þátttakandi

Á svona námskeið ætti að vera skyldumæting fyrir alla sem eru í samningaverkefnum og koma að viðræðum við kjarasamningagerð.

Þátttakandi

Mjög ánægð með námsstefnuna. Frábært tækifæri fyrir mig sem er að stíga mín fyrstu skref í kjarasamningagerð. Tel námskeiðið hjálpa öllum sem á því voru að vera á sömu blaðsíðu og þekkja leikreglur áður en hin eiginlega vinna hefst. Þá er hægt að nýta tíma betur í samningana en ekki vera að setja sig inn í ferlið.

Þátttakandi

Fá meiri kennslu fyrir nýliða. Frábær kraftur í öllu á þessu námskeiði.

Þátttakandi