Ríkissáttasemjari
Ástráður Haraldsson gegnir embætti ríkissáttasemjara. Hann tók við 18. júlí 2023 og er skipaður til fimm ára. Ríkissáttasemjari annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar.
Starfsfólk
Elísabet S. Ólafsdóttir er skrifstofustjóri embættisins og aðstoðarsáttasemjari. Anna S. Guðmundsdóttir er í hálfu starfi og sér um kaffistofu og önnur tilfallandi verkefni . Ríkissáttasemjari hefur heimild til að kalla til s.k. aðstoðarsáttasemjara til aðstoðar við lausn vinnudeilna eða til að vinna sjálfstætt að lausn einstakrar vinnudeilu.
Húsnæði
Ríkissáttasemjari er til húsa á fjórðu hæð í Borgartúni 21.
Sagan
Embætti ríkissáttasemjara hefur verið starfandi í um 40 ár og er hér stiklað á stóru – frá lagasetningu til Lífskjarasamnings.
Ársskýrslur
Ársskýrslur ríkissáttasemjara, allt frá árinu 2008. Í þeim er að finna upplýsingar um stafsemina, sáttafundi ársins, kjarasamningaferlið og helstu mál.