Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari

Aðalsteinn Leifsson

Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edinburgh Business School / Herriot Watt University í október 2004. Auk þess hefur hann lokið MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá stundaði hann doktorsnám í samningatækni hjá Grenoble École de Management samhliða vinnu á árunum 2016-2018.

Frá því í janúar 2014 hefur Aðalsteinn starfað sem framkvæmdastjóri hjá EFTA, sem hefur starfstöðvar í Genf, Brussel og Luxemburg. Samhliða störfum sínum hjá EFTA hefur Aðalsteinn verið lektor í Háskólanum í Reykjavík þar sem hann hefur meðal annars kennt samningatækni og lausn deilumála í MBA-námi.

Aðalsteinn er skipaður ríkissáttasemjari til fimm ára frá 1. apríl 2020.


Annað starfsfólk


Anna Sigríður Guðmundsdóttir
Móttökufulltrúi

Anna er í hálfu starfi og sér um móttöku gesta og kaffistofu í tengslum við fundi sem haldnir eru í húsakynnum þess, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.


Elísabet S. Ólafsdóttir
Skrifstofustjóri

Elísabet ber ábyrgð á rekstri og fjármálum embættisins, annast áætlanagerð, eignaskráningu og frágang reikninga til greiðslu, auk annarra tilfallandi verkefna.

Elísabet gegnir jafnframt starfi aðstoðarsáttasemjara.