Helga Jónsdóttir

Helga er lögfræðingur og hefur gegnt mörgum mismunandi störfum, m.a. sem aðstoðarmaður forsætisráðherra og utanríkisráðherra, skrifstofustjóri forsætisráðuneytis, borgarritari í Reykjavík, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneyti.  Hún átti sæti í framkvæmdastjórn Alþjóðabankans um þriggja ára skeið og í stjórn ESA í fjögur ár.  Hún hefur setið í mörgum stjórnum og nefndum, m.a. verið formaður Tryggingaráðs, Landsvirkjunar og Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Helga var sett í embætti ríkissáttasemjara 1. janúar 2020.


Annað starfsfólk


Elísabet S. Ólafsdóttir
Skrifstofustjóri

Elísabet ber ábyrgð á rekstri og fjármálum embættisins, annast áætlanagerð, eignaskráningu og frágang reikninga til greiðslu, auk annarra tilfallandi verkefna.

Elísabet gegnir jafnframt starfi aðstoðarsáttasemjara.Emma Björg Eyjólfsdóttir
Fræðslu- og upplýsingafulltrúi

Emma heldur utan um fræðslu á vegum embættisins og heldur utan um vefsíðuna, auk annarra tilfallandi verkefna.Anna Sigríður Guðmundsdóttir
Móttökufulltrúi

Anna er í hálfu starfi og sér um móttöku gesta og kaffistofu í tengslum við fundi sem haldnir eru í húsakynnum þess, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.