Skip to main content

Atkvæðagreiðsla

Niðurstöður atkvæðagreiðslu sendar

Tilkynna ber ríkissáttasemjara niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga. Þegar embættið hefur staðfest móttöku telst formlegum skilyrðum fullnægt.

Samkvæmt lögum gildir kjarasamningur sem hefur verið undirritaður af til þess bærum fulltrúum samningsaðila frá undirskriftardegi sé ekki á annan veg samið, nema hann sé felldur við leynilega atkvæðagreiðslu með meirihluta greiddra atkvæða og minnst fimmtungs þátttöku samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá innan fjögurra vikna frá undirritun.

Fari fram almenn leynileg póstatkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um gerðan kjarasamning gildir niðurstaða hennar óháð þátttöku. Nú tekur kjarasamningur einungis til hluta félagsmanna eða starfsmanna fyrirtækis og er þá heimilt að ákveða í samningnum að þeir einir séu atkvæðisbærir um hann, enda komi þar skýrt fram hvernig staðið verði að atkvæðagreiðslu.

Sjá nánar í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938.

Atkvæðagreiðsla – senda niðurstöður

Maximum file size: 134.22MB