Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Frekari vinnustöðvanir hjá aðildarfélögum BSRB

By 19. maí, 2023júní 2nd, 2023No Comments
Merki BSRB

Sameyki

Félagsmenn Sameykis, sem starfa hjá stjórnsýslu- og fjármálasviði auk skipulags- og umhverfissviðs hjá Akraneskaupstað samþykktu eftirfarandi vinnustöðvanir:

  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar á stjórnsýslu- og fjármálasviði hjá Akraneskaupstað.
  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 laugardaginn 17. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar á skipulags- og umhverfissviði hjá Akraneskaupstað.

48 (63,2%) af þeim 76, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 43 (89,6%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

Starfsmannafélag Mosfellsbæjar

Félagsmenn Starfsmannafélags Mosfellsbæjar, sem starfa í leikskólum, bæjarskrifstofum, sundlaugum & íþróttamiðvöðum auk Þjónustustöðvar hjá Mosfellsbæ samþykktu eftirfarandi vinnustöðvanir:

  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í leikskólum hjá Mosfellsbæ.
  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar á bæjarskrifstofu hjá Mosfellsbæ.
  • Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum hjá Mosfellsbæ.
  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 laugardaginn 17. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í Þjónustustöð hjá Mosfellsbæ.

352 (75,1%) af þeim 469, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 340 (96,6%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

Starfsmannafélag Kópavogs

Félagsmenn Starfsmannafélags Kópavogs, sem starfa í leikskólum, fjármálasviði á bæjarskrifstofu og sundlaugum hjá Kópavogsbæ samþykktu eftirfarandi vinnustöðvanir:

  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í leikskólum hjá Kópavogsbæ.
  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í þjónustuveri á stjórnsýslusviði og við innheimtu á fjármálasviði á bæjarskrifstofu hjá Kópavogsbæ
  • Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í sundlaugum hjá Kópavogsbæ.

742 (59,6%) af þeim 1.245, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 698 (94,1%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

Starfsmannafélag Húsavíkur

Félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur, sem starfa í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík, samþykktu eftirfarandi vinnustöðvanir:

  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.

6 (100%) af þeim 6, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 5 (83,3%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

FOSS

Vinnustöðvanir félagsmanna FOSS ná til Árborgar, Rangárþings eystra, Ölfus, Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar og Rangárþings ytra – sjá:

Starfsmannafélag Suðurnesja

Vinnustöðvanir félagsmanna Starfsmannafélags Suðurnesja ná til Voga, Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar – sjá:

Kjölur

Vinnustöðvanir félagsmanna Kjalar ná til Akureyrarbæjar, Borgarbyggðar, Dalvíkurbyggðar, Fjallabyggðar, Grundafjarðarbæjar, Ísafjarðarbæjar, Skagafjarðar, Snæfellsbæjar og Stykkishólms – sjá:

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Félagsmenn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, sem starfa í þjónustuveri bæjarskrifstofu og sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar, samþykktu eftirfarandi vinnustöðvanir:

  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í þjónustuveri bæjarskrifstofu Hafnarfjarðarbæjar.
    • 6 (85,7%) af þeim 7, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 6 (100%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.
  • Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í sundlaugum hjá Hafnarfirði.
    • 37 (71,2%) af þeim 52, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 34 (91,9%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

Starfsmannafélag Garðabæjar

Boðaða var til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna FOSS hjá Garðabæ. Eftirfarandi vinnustöðvanir voru samþykktar:

  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í leikskólum hjá Garðabæ.
  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar á bæjarskrifstofum hjá Garðabæ.
  • Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í í íþróttamannvirkjum og sundlaugum í Ásgarði og við Breiðumýri á Álftanesi hjá Garðabæ.

379 (55,9%) af þeim 678, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 336 (88,7%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.