Skip to main content

VM og RSÍ undirrita kjarasamning við Landsvirkjun

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Samninganefndir Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og Landsvirkjunnar komu saman í húsakynnum ríkissáttasemjara um tvö í eftirmiðdaginn, þann 22. mars. Samkomulag náðist um kjarasamning til 31. janúar 2024; en hann bíður nú staðfestingar félagsmanna í atkvæðagreiðslu.

Frá undirskrift – aðsend mynd frá Kristjáni Þórði Snæbjörnssyni
Að undirskrift yfirstaðinni var, venju samkvæmt, boðið upp á vöfflur.

Niðurstöður atkvæðagreiðslna félaga sjómanna, skipstjórnarmanna og vélstjóra

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Eftirfarandi niðurstöður liggja fyrir um atkvæðagreiðslur um kjarasamninga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og

 • Félags skipstjórnarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðurnesjum
  • Á kjörskrá voru 413. Þar af greiddu 343 (83,1%) atkvæði
   • Atkvæði með samningnum voru 190 (55,4%)
   • Atkvæði á móti voru 146 (42,6%)
   • 7 (2%) tóku ekki afstöðu
 • Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur
  • Á kjörskrá voru 613. Þar af greiddu 318 (51,9%) atkvæði
   • Atkvæði með samningnum voru 109 (34,3%)
   • Atkvæði á móti voru 189 (59,4%)
   • 20 (6,3%) tóku ekki afstöðu
 • Sjómannafélag Íslands
  • Á kjörskrá voru 424. Þar af greiddu 161 (38,0%) atkvæði
   • Atkvæði með samningnum voru 13 (8,1%)
   • Atkvæði á móti voru 145 (90,1%)
   • 3 (1,9%) tóku ekki afstöðu
 • Sjómannasambands Íslands, fyrir hönd:
  • Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Snæfellinga, Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga (VerkVest), Stéttarfélagsins Samstöðu, Öldunnar – stéttarfélags – Sauðárkróki, Sjómannafélags Ólafsfjarðar, Sjómannafélags Eyjafjarðar, Framsýnar – stéttarfélags, Verkalýðsfélags Þórshafnar, ASA vegna AFL – starfsgreinafélags, Sjómannafélagsins Jötuns – Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélagsins Bárunnar, Eflingu- stéttarfélags, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis auk Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis
  • Á kjörskrá voru 1.200. Þar af greiddu 571 (47,6%) atkvæði
   • Atkvæði með samningnum voru 180 (31,5%)
   • Atkvæði á móti voru 385 (67,4%)
   • 6 (1,1%) tóku ekki afstöðu
 • VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna
  • Á kjörskrá voru 374. Þar af greiddu 283 (75,7%) atkvæði
   • Atkvæði með samningnum voru 108 (38,2%)
   • Atkvæði á móti voru 169 (59,7%)
   • 6 (2,1%) tóku ekki afstöðu

Miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara samþykkt

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 1. mars, í deilu Eflingar – stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt af félagsmönnum og aðildarfyrirtækjum hlutaðila.

Atkvæðagreiðslan hófst á hádegi 3. mars og lauk þann 8. mars klukkan 10:00.

Á kjörskrá Eflingar – stéttarfélags voru 21.669 manns og var kjörsókn 22,77%. Af þeim samþykktu 84,92% tillöguna en 15,08% höfnuðu. Heildarvægi atkvæða hjá aðildarfélögum Samtaka atvinnulífsins voru 529.411 og var kjörsókn 81,37%. Af þeim samþykktu 98,59% tillöguna en 1,41% höfnuðu.

Samtök atvinnulífsins fresta verkbanni

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Samtök atvinnulífsins hafa tilkynnt Eflingu – stéttarfélagi og ríkissáttasemjara um þá ákvörðun að fresta upphafi boðaðs, ótímabundins, verkbanns um rúma fjóra sólarhringa; þ.e. til kl. 16:00 mánudaginn 6. mars 2023.

Í tilkynningunni kemur fram að verkbanninu sé frestað að beiðni setts ríkissáttasemjara. Boðað hefur verið til fundar í deilu Eflingar og SA í kvöld, 27. febrúar.

Samtök atvinnulífsins boða verkbann

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann þann 22. febrúar 2023.

Verkbannið tekur til aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins og nær til félagsmanna Eflingar – stéttarfélags, sem starfa á félagssvæði stéttarfélagsins og sinna störfum sem falla undir:

 • Almennan kjarasamning SA og Eflingar
 • Kjarasamning SA og Eflingar vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi

Verkbannið er ótímabundið og hefst kl. 12:00 fimmtudaginn 2. mars 2023.
Atkvæði voru greidd á grundvelli gildandi atkvæðaskrár SA. Þátttaka var 87,9% af heildaratkvæðafjölda. Atkvæði með boðuninni voru 94,7% gegn 3,3%. 2,0% tóku ekki afstöðu.