Skip to main content

Kjarasamningur undirritaður milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga BSRB

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Kjarasamningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og 11 aðildarfélaga BSRB var undirritaður á áttunda tímanum laugardaginn 10. mars 2023. Í kjölfarið var öllum boðuðum verkfallsaðgerðum í tengslum við deiluna aflýst.

Stéttarfélögin sem um ræðir eru: FOSA, FOSS, Kjölur, Sameyki, Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja.

Vinnustöðvanir meðal félagsmanna FOSS og Starfsmannafélags Suðurnesja

By Frétt frá ríkissáttasemjara
Félagsmennn FOSS, sem starfa á leikskóla hjá Hrunamannahreppi greiddu atkvæði um vinnustöðvun frá og með kl. 00:00 miðvikudaginn 21. júní 2023 til kl. 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023. Þeir fimm félagsmenn, sem voru á kjörskrá og vinnustöðvunin nær til, greiddu allir atkvæði með boðuninni. Þá greiddu fimm félagsmenn Starfsmannafélags Suðurnesja atkvæði um vinnustöðvun, sem nær til sama tímabils og vinnustöðvanir FOSS. Þar var einnig 100% þátttaka í atkvæðagreiðslunni, þar sem öll atkvæði féllu sömuleiðis með vinnustöðvuninni.
Merki BSRB

Frekari vinnustöðvanir hjá aðildarfélögum BSRB

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Sameyki

Félagsmenn Sameykis, sem starfa hjá stjórnsýslu- og fjármálasviði auk skipulags- og umhverfissviðs hjá Akraneskaupstað samþykktu eftirfarandi vinnustöðvanir:

 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar á stjórnsýslu- og fjármálasviði hjá Akraneskaupstað.
 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 laugardaginn 17. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar á skipulags- og umhverfissviði hjá Akraneskaupstað.

48 (63,2%) af þeim 76, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 43 (89,6%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

Starfsmannafélag Mosfellsbæjar

Félagsmenn Starfsmannafélags Mosfellsbæjar, sem starfa í leikskólum, bæjarskrifstofum, sundlaugum & íþróttamiðvöðum auk Þjónustustöðvar hjá Mosfellsbæ samþykktu eftirfarandi vinnustöðvanir:

 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í leikskólum hjá Mosfellsbæ.
 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar á bæjarskrifstofu hjá Mosfellsbæ.
 • Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum hjá Mosfellsbæ.
 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 laugardaginn 17. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í Þjónustustöð hjá Mosfellsbæ.

352 (75,1%) af þeim 469, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 340 (96,6%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

Starfsmannafélag Kópavogs

Félagsmenn Starfsmannafélags Kópavogs, sem starfa í leikskólum, fjármálasviði á bæjarskrifstofu og sundlaugum hjá Kópavogsbæ samþykktu eftirfarandi vinnustöðvanir:

 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í leikskólum hjá Kópavogsbæ.
 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í þjónustuveri á stjórnsýslusviði og við innheimtu á fjármálasviði á bæjarskrifstofu hjá Kópavogsbæ
 • Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í sundlaugum hjá Kópavogsbæ.

742 (59,6%) af þeim 1.245, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 698 (94,1%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

Starfsmannafélag Húsavíkur

Félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur, sem starfa í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík, samþykktu eftirfarandi vinnustöðvanir:

 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.

6 (100%) af þeim 6, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 5 (83,3%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

FOSS

Vinnustöðvanir félagsmanna FOSS ná til Árborgar, Rangárþings eystra, Ölfus, Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar og Rangárþings ytra – sjá:

Starfsmannafélag Suðurnesja

Vinnustöðvanir félagsmanna Starfsmannafélags Suðurnesja ná til Voga, Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar – sjá:

Kjölur

Vinnustöðvanir félagsmanna Kjalar ná til Akureyrarbæjar, Borgarbyggðar, Dalvíkurbyggðar, Fjallabyggðar, Grundafjarðarbæjar, Ísafjarðarbæjar, Skagafjarðar, Snæfellsbæjar og Stykkishólms – sjá:

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Félagsmenn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, sem starfa í þjónustuveri bæjarskrifstofu og sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar, samþykktu eftirfarandi vinnustöðvanir:

 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í þjónustuveri bæjarskrifstofu Hafnarfjarðarbæjar.
  • 6 (85,7%) af þeim 7, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 6 (100%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.
 • Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í sundlaugum hjá Hafnarfirði.
  • 37 (71,2%) af þeim 52, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 34 (91,9%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

Starfsmannafélag Garðabæjar

Boðaða var til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna FOSS hjá Garðabæ. Eftirfarandi vinnustöðvanir voru samþykktar:

 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í leikskólum hjá Garðabæ.
 • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar á bæjarskrifstofum hjá Garðabæ.
 • Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í í íþróttamannvirkjum og sundlaugum í Ásgarði og við Breiðumýri á Álftanesi hjá Garðabæ.

379 (55,9%) af þeim 678, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 336 (88,7%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.

Kjölur boðar vinnustöðvanir

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Félagsmenn Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum, hafa greitt atkvæði um vinnustöðvanir á eftirfarandi starfsstöðvum:

Félagsmenn hjá Akureyrarbæ

 • 27 (77,1%) af þeim 35, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 25 (92,6%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.
 • Vinnustöðvanir munu hefjast kl. 00:00 laugardaginn 27. maí 2023 og standa til kl. 23:59 mánudaginn 29. maí 2023.

Félagsmenn hjá Borgarbyggð

 • 15 (93,8%) af þeim 16, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 14 (93,3%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.
 • Vinnustöðvanir munu hefjast kl. 00:00 laugardaginn 27. maí 2023 og standa til kl. 23:59 mánudaginn 29. maí 2023.

Félagsmenn hjá Dalvíkurbyggð

 • 5 (71,5%) af þeim 7, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 5 (100%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.
 • Vinnustöðvanir munu hefjast kl. 00:00 laugardaginn 27. maí 2023 og standa til kl. 23:59 mánudaginn 29. maí 2023.

Félagsmenn hjá Fjallabyggð

 • 7 (77,8%) af þeim 9, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 6 (85,7%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.
 • Vinnustöðvanir munu hefjast kl. 00:00 laugardaginn 27. maí 2023 og standa til kl. 23:59 mánudaginn 29. maí 2023.

Félagsmenn hjá Fjarðabyggð

 • 5 (100%) af þeim 5, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 5 (100%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.
 • Vinnustöðvanir munu hefjast kl. 00:00 laugardaginn 27. maí 2023 og standa til kl. 23:59 mánudaginn 29. maí 2023.

Félagsmenn hjá Skagafirði

 • 12 (80,0%) af þeim 15, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 12 (100%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.
 • Vinnustöðvanir munu hefjast kl. 00:00 laugardaginn 27. maí 2023 og standa til kl. 23:59 mánudaginn 29. maí 2023.

Félagsmenn hjá Snæfellsbæ

 • 9 (81,9%) af þeim 11, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 8 (88,9%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.
 • Vinnustöðvanir munu hefjast kl. 00:00 laugardaginn 27. maí 2023 og standa til kl. 23:59 mánudaginn 29. maí 2023.

Félagsmenn hjá Vesturbyggð

 • 3 (100%) af þeim 3, sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði. 3 (100%) atkvæði féllu með verkfallsboðun.
 • Vinnustöðvanir munu hefjast kl. 00:00 laugardaginn 27. maí 2023 og standa til kl. 23:59 mánudaginn 29. maí 2023.

Vinnustöðvanir hjá fleiri aðildarfélögum BSRB

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Tilkynnt var um vinnustöðvanir meðal félagsmanna FOSS, í þremur sveitarfélögum, auk félagsmanna Starfsmannafélaga Hafnarfjarðar, Suðurnesja og Vestmannaeyja.

FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu

Hveragerðisbær

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna FOSS, sem starfa á leikskólum hjá Hveragerðisbæ, og hefjast á miðnætti aðfaranætur 22. maí 2023. Þær verða sem hér segir:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 25. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 30. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 30. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 31. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 1. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 5. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 6. júní 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 6. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 7. júní 2023 til klukkan 12:00 miðvikudaginn 7. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 8. júní 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 8. júní 2023

Á kjörskrá voru 174 félagsmenn FOSS, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 142 (81,6%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 130 (91,5%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 12 (8,5%).

Sveitarfélagið Árborg

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna FOSS, sem starfa á leikskólum hjá Sveitarfélaginu Árborg. Þær ná til sömu tímasetninga og í tilfelli Hveragerðisbæjar.

Á kjörskrá voru 358 félagsmenn FOSS, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 268 (74,7%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 235 (87,7%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 33 (12,3%).

Sveitarfélagið Ölfus

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna FOSS, sem starfa í grunnskóla, í skólaeldhúsi og á hafnarsvæði sveitarfélagsins Ölfus. Þær hefjast á miðnætti aðfaranætur 22. maí, og verða sem hér segir:

Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna sem starfa í grunnskólum og í skólaeldhúsi hjá sveitarfélaginu Ölfus:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023

Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna FOSS sem starfa á hafnarsvæði sveitarfélagsins Ölfus:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 23:59 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 föstudaginn 26. maí 2023 til klukkan 23:59 föstudaginn 26. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 31. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 31. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 föstudaginn 2. júní 2023 til klukkan 23:59 föstudaginn 2. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 mánudaginn 5. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 7. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 7. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 föstudaginn 9. júní 2023 til klukkan 23:59 föstudaginn 9. júní 2023

Á kjörskrá voru 99 félagsmenn FOSS, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 77 (77,8%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 70 (90,9%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 7 (9,1%).

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum í sveitarfélaginu. Þær hefjast á miðnætti aðfaranætur 22. maí, og verða sem hér segir:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023

Á kjörskrá voru 271 félagsmenn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 194 (71,6%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 185 (95,4%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 9 (4,6%).

Starfsmannafélag Suðurnesja

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Starfsmannafélags Suðurnesja, sem starfa í grunnskólum. Þær hefjast á miðnætti aðfaranætur 23. maí, og verða sem hér segir:

 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 25. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023

Á kjörskrá voru 166 félagsmenn Starfsmannafélags Suðurnesja, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 148 (89,2%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 145 (97,8%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 3 (2,2%).

Starfsmannafélag Vestmannaeyja

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Starfsmannafélags Vestmannaeyja, sem starfa á leikskólum og hafnarsvæði Vestmannaeyjabæjar.

Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna sem starfa á leikskólum hjá Vestmannaeyjabæ:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 25. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 30. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 30. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 31. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 1. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 5. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 6. júní 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 6. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 7. júní 2023 til klukkan 12:00 miðvikudaginn 7. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 8. júní 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 8. júní 2023

Á kjörskrá voru 18 félagsmenn Starfsmannafélags Vestmannaeyja, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 16 (88,9%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 16 (100%).

Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði Vestmannaeyjabæjar:

 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 1. júní 2023 til klukkan 23:59 fimmtudaginn 1. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 8. júní 2023 til klukkan 23:59 fimmtudaginn 8. júní 2023

Á kjörskrá voru 12 félagsmenn Starfsmannafélags Vestmannaeyja, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 10 (83,3%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 10 (100%).