Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Vinnustöðvanir meðal félagsmanna FOSS og Starfsmannafélags Suðurnesja

By 6. júní, 2023No Comments
Félagsmennn FOSS, sem starfa á leikskóla hjá Hrunamannahreppi greiddu atkvæði um vinnustöðvun frá og með kl. 00:00 miðvikudaginn 21. júní 2023 til kl. 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023. Þeir fimm félagsmenn, sem voru á kjörskrá og vinnustöðvunin nær til, greiddu allir atkvæði með boðuninni. Þá greiddu fimm félagsmenn Starfsmannafélags Suðurnesja atkvæði um vinnustöðvun, sem nær til sama tímabils og vinnustöðvanir FOSS. Þar var einnig 100% þátttaka í atkvæðagreiðslunni, þar sem öll atkvæði féllu sömuleiðis með vinnustöðvuninni.