Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Vinnustöðvanir hjá fleiri aðildarfélögum BSRB

By 8. maí, 2023maí 15th, 2023No Comments

Tilkynnt var um vinnustöðvanir meðal félagsmanna FOSS, í þremur sveitarfélögum, auk félagsmanna Starfsmannafélaga Hafnarfjarðar, Suðurnesja og Vestmannaeyja.

FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu

Hveragerðisbær

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna FOSS, sem starfa á leikskólum hjá Hveragerðisbæ, og hefjast á miðnætti aðfaranætur 22. maí 2023. Þær verða sem hér segir:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 25. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 30. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 30. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 31. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 1. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 5. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 6. júní 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 6. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 7. júní 2023 til klukkan 12:00 miðvikudaginn 7. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 8. júní 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 8. júní 2023

Á kjörskrá voru 174 félagsmenn FOSS, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 142 (81,6%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 130 (91,5%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 12 (8,5%).

Sveitarfélagið Árborg

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna FOSS, sem starfa á leikskólum hjá Sveitarfélaginu Árborg. Þær ná til sömu tímasetninga og í tilfelli Hveragerðisbæjar.

Á kjörskrá voru 358 félagsmenn FOSS, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 268 (74,7%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 235 (87,7%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 33 (12,3%).

Sveitarfélagið Ölfus

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna FOSS, sem starfa í grunnskóla, í skólaeldhúsi og á hafnarsvæði sveitarfélagsins Ölfus. Þær hefjast á miðnætti aðfaranætur 22. maí, og verða sem hér segir:

Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna sem starfa í grunnskólum og í skólaeldhúsi hjá sveitarfélaginu Ölfus:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023

Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna FOSS sem starfa á hafnarsvæði sveitarfélagsins Ölfus:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 23:59 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 föstudaginn 26. maí 2023 til klukkan 23:59 föstudaginn 26. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 31. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 31. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 föstudaginn 2. júní 2023 til klukkan 23:59 föstudaginn 2. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 mánudaginn 5. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 7. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 7. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 föstudaginn 9. júní 2023 til klukkan 23:59 föstudaginn 9. júní 2023

Á kjörskrá voru 99 félagsmenn FOSS, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 77 (77,8%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 70 (90,9%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 7 (9,1%).

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum í sveitarfélaginu. Þær hefjast á miðnætti aðfaranætur 22. maí, og verða sem hér segir:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023

Á kjörskrá voru 271 félagsmenn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 194 (71,6%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 185 (95,4%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 9 (4,6%).

Starfsmannafélag Suðurnesja

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Starfsmannafélags Suðurnesja, sem starfa í grunnskólum. Þær hefjast á miðnætti aðfaranætur 23. maí, og verða sem hér segir:

 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 25. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023

Á kjörskrá voru 166 félagsmenn Starfsmannafélags Suðurnesja, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 148 (89,2%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 145 (97,8%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 3 (2,2%).

Starfsmannafélag Vestmannaeyja

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Starfsmannafélags Vestmannaeyja, sem starfa á leikskólum og hafnarsvæði Vestmannaeyjabæjar.

Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna sem starfa á leikskólum hjá Vestmannaeyjabæ:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 25. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 30. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 30. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 31. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 1. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 5. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 6. júní 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 6. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 7. júní 2023 til klukkan 12:00 miðvikudaginn 7. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 8. júní 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 8. júní 2023

Á kjörskrá voru 18 félagsmenn Starfsmannafélags Vestmannaeyja, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 16 (88,9%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 16 (100%).

Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði Vestmannaeyjabæjar:

 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 1. júní 2023 til klukkan 23:59 fimmtudaginn 1. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 8. júní 2023 til klukkan 23:59 fimmtudaginn 8. júní 2023

Á kjörskrá voru 12 félagsmenn Starfsmannafélags Vestmannaeyja, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 10 (83,3%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 10 (100%).