Tveimur nýjum sáttamálum hefur verið vísað til meðferðar hjá ríkissáttasemjara. Þetta eru mál Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Air Iceland Connect og mál Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslunnar.
Alls eru nú fimm sáttamál til meðferðar hjá ríkissáttasemjara.
Kjarasamningur Flugvirkjafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslunnar var felldur í atkvæðagreiðslu. Verkfalli sem hefjast átti að morgni 25. apríl var frestað til klukkan 7:30 föstudaginn 11. maí. Vinnustöðvunin hefst því næstkomandi föstudag nema nýr kjarasamningur verði undirritaður.
Um klukkan 6:30 lauk fundi hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslunnar.
Fundurinn stóð í 17 klukkustundir og lauk með gerð nýs kjarasamnings. Þetta var 7. fundur hjá ríkissáttasemjara en málinu var vísað til embættisins 9. mars.
Síðastgildandi kjarasamningur rann út 31. ágúst 2017.
Verkfallinu, sem hefjast átti klukkan 7:30 þann 25. apríl, var frestað til klukkan 7:30 þann 11. maí.
Saminganefndir Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Fjármála- og efnahagráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamning á fimmta tímanum í dag.
Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 1. febrúar síðastliðinn. Með samþykkt samningsins er komið í veg fyrir að vinnustöðvun sem boðuð var þann 5. apríl síðastliðinn komi til framkvæmda.
Samninganefndir Kennarasambands Íslands f.h. Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs undirrituðu nýjan kjarasamning kl. 23.30, 21. apríl.
Málinu var vísað til sáttasemjara 21. nóvember síðastliðinn og haldnir voru 14 sáttafundir í deilunni.
Sá síðasti stóð í 14 klst
Enn er einhver sæti laus á Námstefnu í samningagerð sem haldin verður í maí. Námstefnan í október er orðin full en tekið er við skráningum á biðlista.
Við hvetjum því þau sem vilja tryggja sér sæti til að skrá sig sem allra fyrst á Námstefnuna 2.-4. maí.
Skráningareyðublað og nánari upplýsingar má nálgast hér.
Enn er tekið við skráningum á Námstefnu í samningagerð sem haldin verður á Bifröst dagana 2.-4. maí. Á námstefnunni býðst samninganefndum stéttarfélaga og launagreiðenda einstakt tækifæri til að hittast, deila þekkingu og reynslu og ræða bestu leiðir í samningagerð.
Hér má nálgast dagskrá Námstefnunnar, nánari upplýsingar og skráningareyðublað.
Upplýsingar veitir Emma Björg Eyjólfsdóttir í síma 511-4411 eða emma@rikissattasemjari.is