Entries by Elísabet Ólafsdóttir

Kjaradeilum vísað til ríkissáttasemjara

Kjaradeilum stéttarfélaga  sem gera kjarasamning við SA v/ISAL (Ríó Tintó Alcan)  hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Annars vegar eru það RSÍ v/ Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, VM og FIT sem vísa sinni kjaradeilu við ofangreinda aðila og svo hins vegar Verkalýðsfélagið Hlíf og VR. Boðað verður til fundar með samningsaðilum innan tíðar.

Blaðamenn fella kjarasamning

Félagar í Blaðamannafélagi Íslands felldu kjarasamning sem undirritaður var föstudaginn 22. nóvember sl. Á kjörskrá voru 380 og atkvæði greiddu 147 eða 38,7%. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 36,eða 24,5%,  nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%. Fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara kl. 15.00 í dag.

Verkalýðsfélag Akranes vísar kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara – Uppfærð frétt

VLFA, Verkalýðsfélag Akranes hefur vísað kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga til sáttameðferðar. Fyrsti fundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 21. ágúst kl. 09.00. 17 félög innan SGS, Starfsgreinasambands Íslands, höfðu áður vísað kjaradeilu sinni við SNS til ríkissáttasemjara svo og Efling, þannig að nú hafa öll 19 félög SGS óskað eftir milligöngu sáttasemjara í viðræðum við […]

Félag íslenskra flugumferðarstjóra boðar vinnustöðvun

FÍF, Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað vinnustöðvun í formi þjálfunarbanns allra félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra sem starfa hjá Isavia Ohf. frá og með 14. júní 2019 klukkan 12:00, ótímabundið eða þar til nýr kjarasamningur hefur verið samþykktur. Þjálfunarbannið tekur til allra tíma sólahringsins