Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Ný skýrsla Kjaratölfræðinefndar

By 28. október, 2021No Comments

Haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar er nú aðgengileg á vef nefndarinnar www.ktn.is Einnig er hægt að horfa á kynningu Eddu Rósar Karlsdóttur á efni skýrslunnar á vefnum.

Meðal nýjunga í skýrslunni er:

  • Launaþróun ASÍ félaga á almennum markaði er birt sundurliðuð eftir Starfsgreinasambandinu, félögum verslunarmanna, og iðnfélögum.
  • Breytingar á grunntímakaupi allra hópa er birt skipt eftir áhrifum vinnutímatímabreytinga og annarra launabreytinga.
  • Allir launaþættir eru nú sundurliðaðir eftir konum og körlum.
  • Launastig og launaþróun á Íslandi er sett í alþjóðlegt samhengi.

Það er von nefndarinnar að sá grunnur upplýsinga og tölfræðigagna sem settur er fram í skýrslunni nýtist haghöfum vel við mat á kjaraþróun og við undirbúning komandi kjarasamninga.