Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Kjarasamningur undirritaður

Saminganefndir Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Fjármála- og efnahagráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamning á fimmta tímanum í dag.

Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 1. febrúar síðastliðinn. Með samþykkt samningsins er komið í veg fyrir að vinnustöðvun sem boðuð var þann 5. apríl síðastliðinn komi til framkvæmda.