FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað verkfall f.h. félagsmanna sinna hjá Bluebird Nordic.
Verkfallið hefst kl. 00.01, 1. febrúar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Á kjörskrá voru 10 og tóku allir þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu verkfallsboðun.
Verkfallsaðgerðirnar fela í sér ótímabundið verkfall meðal flugmanna Bluebird Nordic sem eru félagsmenn í FÍA.
Kjarasamningar starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík voru samþykktir með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu.
Iðnaðarmenn samþykktu samninginn með 85% atkvæða, þátttaka í atkvæðagreiðslunni var rúmlega 90%.
Félagar í Verkalýðsfélaginu Hlíf og VR samþykktu með 89% greiddra atkvæða og þátttakan var tæp 70%.
Boðuðum verkföllum hefur verið aflýst.