Skip to main content

Greinargerð og úrskurður gerðardóms í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs

By Frétt frá ríkissáttasemjara
Gerðardómur sem ríkissáttasemjari skipaði 8. júlí til að fjalla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur var um í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur lokið störfum. Greinargerð og úrskurður gerðardóms er hér.
Ríkissáttasemjari skipaði gerðardóminn eftir að miðlunartillaga hans í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnhagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs var samþykkt að lokinni atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga. Samningsaðilar höfðu náð samkomulagi um öll meginatriði kjarasamnings utan afmarkaðra atriða launaliðs, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu.  Ágreiningurinn á milli samningsaðila snerist um það hvort laun hjúkrunarfræðinga hjá stofnunum ríkisins væru í samræmi við ábyrgð, álag, menntun og inntak starfa þeirra samanborið við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá ríkinu. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara fól því í sér að hann skipaði gerðardóm til að fjalla um afmörkuð atriði launaliðs sem ágreiningur var um.