Færslur

Kennarasamband Íslands v/Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara.
Kjarasamningur milli aðila hefur verið laus síðan 30. júní 2019, og samningaviðræður staðið frá því í apríl síðastliðnum án þess niðurstaða næðist.

FVFÍ, Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun það hefjast 5. nóvember nk. kl. 23.59.
18 flugvirkjar voru á kjörskrá og 16 tóku þátt í atkvæðagreiðslu.
14 sögðu já eða 87,5%
2 tóku ekki afstöðu eða 12,5%
Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum sem unnin eru á grundvelli laga nr 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands.
Áðurboðuðu verkfalli sem átti að hefjast 28. október var aflýst.

Starfsmenn Rio Tinto í fimm verkalýðsfélögum hafa boðað til verkfalla í Straumsvík, sem hefjast 16. október.
Verkalýðfélagið Hlíf samþykkti verkfallsboðun með 80% greiddra atkvæða,
FIT – Félag iðn og tæknigreina samþykkti með 87%,
í Félagi rafeindavirkja voru 86% samþykkir verkfalli,
91% í Félagi íslenskra rafvirkja
og 85% í VM.
Ákveðnar starfsstéttir fara í dagleg verkföll út nóvember en ef ekki tekst að semja fyrir lok þess mánaðar hefst allsherjarverkfall 1. desember.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaradeilu við Kennarasamband Íslands vegna Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara.
Viðræður hafa staðið frá því í apríl síðastliðinn án árangurs og telur samninganefnd sveitarfélaganna útilokað að árangur verði af frekari viðræðum milli aðila án aðkomu embættis ríkissáttasemjara

FVFÍ, Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun það hefjast 28. október nk. kl. 23.59.
18 flugvirkjar voru á kjörskrá og 16 tóku þátt í atkvæðagreiðslu.
14 sögðu já eða 87,5%
2 tóku ekki afstöðu eða 12,5%
Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum sem unnin eru á grundvelli laga nr 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands.