Skip to main content

Færslur

Endurnýjaðar viðræðuáætlanir

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Starfsgreinasamband Íslands, Efling – stéttarfélag og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa náð samkomulagi um endurnýjaðar viðræðuáætlanir. Í því ljósi hafa Starfsgreinasambandið og Efling dregið vísanir kjaradeilnanna til baka.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun Lífskjarasamningsins þann 3. apríl sl.

Nýr ríkissáttasemjari í Svíþjóð

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Í dag tók nýr ríkissáttasemjari til starfa í Svíþjóð, en Irene Wennemo hóf störf í dag. Hún tók við af Carinu Gunnarsson sem hefur starfað sem ríkissáttasemjari í Svíþjóð síðan 2015.

Í Finnlandi er Vuokko Piekkala ríkissáttasemjari, en hún tók við embætti í ágúst 2018. Jan Reckendorff tók við sem ríkissáttasemjari í Danmörku í október 2018 og Mats Wilhelm Ruland var skipaður ríkissáttasemjari í Noregi í nóvember 2018.

Þar með hefur Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari á Íslandi lengstan starfsaldur ríkissáttasemjara á norðurlöndum, en hún var skipuð í júní 2015.

Félags- og barnamálaráðherra í heimsókn

By Frétt frá ríkissáttasemjara
[av_textblock size=” font_color=” color=” admin_preview_bg=”] Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kom í heimsókn í húsakynni ríkissáttasemjara í dag.

Ásmundur átti fund með Bryndísi Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara um stöðuna í kjarasamningagerðinni og starfsemi embættisins.
[/av_textblock] [av_gallery ids=’4902,4900,4901′ style=’thumbnails’ preview_size=’portfolio’ crop_big_preview_thumbnail=’avia-gallery-big-crop-thumb’ thumb_size=’portfolio’ columns=’5′ imagelink=’lightbox’ lazyload=’avia_lazyload’ admin_preview_bg=”]

Starfsáætlunardagur ríkissáttasemjara

By Frétt frá ríkissáttasemjara
[av_textblock size=” font_color=” color=” admin_preview_bg=”] Föstudaginn 23. ágúst var starfsáætlunardagur ríkissáttsemjara haldinn. Markmið fundarins var annars vegar að líta um öxl yfir þann hluta kjarasamningalotunnar sem er lokið og hins vegar að horfa fram á veginn og skipuleggja starf embættisins á árinu 2020.

Dagskrá fundarins var tvískipt en fyrir hádegi ræddu ríkissáttasemjari og starfsfólk embættisins stöðuna í kjarasamningunum og gerðu drög að starfsáætlun fyrir árin 2020-2021.

Eftir hádegi bættust aðstoðarsáttasemjararnir í hópinn. Þá var staðan í kjarasamningum rædd, en allir kjarasamningar opinberra starfsmanna eru nú lausir. Þrír gestir tóku til máls á fundinum;  Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði frá gerð Lífskjarasamningsins, Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri, ræddi efnahagslegt mikilvægi kjarasamninganna og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sagði frá gangi viðræðna og verkefnunum framundan í samningagerð BHM og viðsemjenda.

Að auki fjölluðu Bryndís Hlöðversdóttir, Aðalsteinn Leifsson og Ástráður Haraldsson um reynslu sína af aðstoðarsáttasemjarafyrirkomulaginu.
[/av_textblock] [av_gallery ids=’4859,4863,4865,4866,4868,4871,4877,4882,4883′ style=’thumbnails’ preview_size=’portfolio’ crop_big_preview_thumbnail=’avia-gallery-big-crop-thumb’ thumb_size=’portfolio’ columns=’5′ imagelink=’lightbox’ lazyload=’avia_lazyload’ admin_preview_bg=”]

Verkalýðsfélag Akranes vísar kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara – Uppfærð frétt

By Frétt frá ríkissáttasemjara

VLFA, Verkalýðsfélag Akranes hefur vísað kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga til sáttameðferðar.

Fyrsti fundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 21. ágúst kl. 09.00.

17 félög innan SGS, Starfsgreinasambands Íslands, höfðu áður vísað kjaradeilu sinni við SNS til ríkissáttasemjara svo og Efling, þannig að nú hafa öll 19 félög SGS óskað eftir milligöngu sáttasemjara í viðræðum við sveitarfélögin.

 

Vísun deilunnar var dregin til baka þann 6. ágúst síðastliðinn og því var enginn fundur haldinn í málinu.

Félag íslenskra flugumferðarstjóra boðar vinnustöðvun

By Frétt frá ríkissáttasemjara

FÍF, Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað vinnustöðvun í formi þjálfunarbanns allra
félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra sem starfa hjá Isavia Ohf. frá og með 14.
júní 2019 klukkan 12:00, ótímabundið eða þar til nýr kjarasamningur hefur verið samþykktur.

Þjálfunarbannið tekur til allra tíma sólahringsins