Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Nýr ríkissáttasemjari í Svíþjóð

By 2. september, 2019No Comments

Í dag tók nýr ríkissáttasemjari til starfa í Svíþjóð, en Irene Wennemo hóf störf í dag. Hún tók við af Carinu Gunnarsson sem hefur starfað sem ríkissáttasemjari í Svíþjóð síðan 2015.

Í Finnlandi er Vuokko Piekkala ríkissáttasemjari, en hún tók við embætti í ágúst 2018. Jan Reckendorff tók við sem ríkissáttasemjari í Danmörku í október 2018 og Mats Wilhelm Ruland var skipaður ríkissáttasemjari í Noregi í nóvember 2018.

Þar með hefur Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari á Íslandi lengstan starfsaldur ríkissáttasemjara á norðurlöndum, en hún var skipuð í júní 2015.