Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Starfsáætlunardagur ríkissáttasemjara

[av_textblock size=“ font_color=“ color=“ admin_preview_bg=“] Föstudaginn 23. ágúst var starfsáætlunardagur ríkissáttsemjara haldinn. Markmið fundarins var annars vegar að líta um öxl yfir þann hluta kjarasamningalotunnar sem er lokið og hins vegar að horfa fram á veginn og skipuleggja starf embættisins á árinu 2020.

Dagskrá fundarins var tvískipt en fyrir hádegi ræddu ríkissáttasemjari og starfsfólk embættisins stöðuna í kjarasamningunum og gerðu drög að starfsáætlun fyrir árin 2020-2021.

Eftir hádegi bættust aðstoðarsáttasemjararnir í hópinn. Þá var staðan í kjarasamningum rædd, en allir kjarasamningar opinberra starfsmanna eru nú lausir. Þrír gestir tóku til máls á fundinum;  Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði frá gerð Lífskjarasamningsins, Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri, ræddi efnahagslegt mikilvægi kjarasamninganna og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sagði frá gangi viðræðna og verkefnunum framundan í samningagerð BHM og viðsemjenda.

Að auki fjölluðu Bryndís Hlöðversdóttir, Aðalsteinn Leifsson og Ástráður Haraldsson um reynslu sína af aðstoðarsáttasemjarafyrirkomulaginu.
[/av_textblock] [av_gallery ids=’4859,4863,4865,4866,4868,4871,4877,4882,4883′ style=’thumbnails’ preview_size=’portfolio’ crop_big_preview_thumbnail=’avia-gallery-big-crop-thumb’ thumb_size=’portfolio’ columns=’5′ imagelink=’lightbox’ lazyload=’avia_lazyload’ admin_preview_bg=“]