Skip to main content

Kjarasamningur undirritaður

By Frétt frá ríkissáttasemjara
[av_textblock size=“ font_color=“ color=“ admin_preview_bg=“] Kjarasamningur var undirritaður á milli Samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins á öðrum tímanum í nótt.

Að samfloti iðnaðarmanna standa Rafiðnaðarsamband Íslands, VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Samiðn, Matvís, Félag hársnyrtisveina, Grafía og Byggiðn.

Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 26. febrúar síðastliðinn og í því  voru haldnir 22 fundir undir stjórn ríkissáttasemjara, bæði vinnufundir og formlegir sáttafundir. Alls stóðu fundir í um 120 klukkustundir.

Áætlað er að samningarnir taki til um 13.000 manns.
[/av_textblock] [av_gallery ids=’4589,4583,4602,4609,4608,4584,4597,4595,4612,4613,4619,4617,4616′ style=’thumbnails’ preview_size=’portfolio’ crop_big_preview_thumbnail=’avia-gallery-big-crop-thumb’ thumb_size=’portfolio’ columns=’5′ imagelink=’lightbox’ lazyload=’avia_lazyload’ admin_preview_bg=“]

Kjarasamningar samþykktir

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV og 19 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, sem undirritaðir voru þann 3. april síðastliðinn, lauk í vikunni og voru niðurstöður kunngerðar þann 24. apríl.

Samtals voru 36.835 manns á kjörskrá hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins og var kjörsókn í heildina 12,78%. Samningarnir voru samþykktir með 80,06% atkvæða en 17,33% greiddu atkvæði gegn þeim og 2,61% skiluðu auðum kjörseðlum.

Landssamband íslenskra verslunarmanna kynnti niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga sem gerðir voru á milli LÍV og SA annars vegar og VR og SA hins vegar. Á kjörskrá voru 37.375 manns og af þeim greiddu 7.757 manns atkvæði, eða 20,75%. Samningarnir voru samþykktir með 88,40% atkvæða, nei sögðu 9,85% og 1,79% skilaði auðum kjörseðli.

Auk þessa greiddu félagar VR og LÍV atkvæði um kjarasamning félaganna við Félag atvinnurekenda sem var undirritaður þann 5. apríl. Á kjörskrá voru 1.732 og kjörsókn var 26,67%. Samningurinn var samþykktur með 88,74% atkvæða. 10,17% sögðu nei og 1,08% skilaði auðu.

Alls taka þessir samningar til tæplega 76.000 manns.

 

Kjarasamningur undirritaður

By Frétt frá ríkissáttasemjara
[av_textblock size=“ font_color=“ color=“] Undirritun kjarasamninga á milli félaga Starfsgreinasambandsins, LÍV, VR og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara fór fram klukkan 22:00.

Kjarasamningarnir ná til allt að 80.000 manns sem eru um 40% af íslenskum vinnumarkaði.

Fundað hefur verið undir stjórn ríkissáttasemjara nánast daglega frá febrúarlokum og hafa fundir staðið í á fimmta hundruð klukkustunda. Þá er ótalin vinna sem hefur farið fram annars staðar en á sáttafundum.

Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022.

[/av_textblock] [av_gallery ids=’4458,4459,4460,4470,4461,4462,4463,4464,4465,4473,4467,4468,4469′ style=’thumbnails’ preview_size=’portfolio’ crop_big_preview_thumbnail=’avia-gallery-big-crop-thumb’ thumb_size=’portfolio’ columns=’5′ imagelink=’lightbox’ lazyload=’avia_lazyload’ admin_preview_bg=“]