Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Kjarasamningar samþykktir

By 26. apríl, 2019maí 13th, 2019No Comments

Atkvæðagreiðslum um kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV og 19 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, sem undirritaðir voru þann 3. april síðastliðinn, lauk í vikunni og voru niðurstöður kunngerðar þann 24. apríl.

Samtals voru 36.835 manns á kjörskrá hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins og var kjörsókn í heildina 12,78%. Samningarnir voru samþykktir með 80,06% atkvæða en 17,33% greiddu atkvæði gegn þeim og 2,61% skiluðu auðum kjörseðlum.

Landssamband íslenskra verslunarmanna kynnti niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga sem gerðir voru á milli LÍV og SA annars vegar og VR og SA hins vegar. Á kjörskrá voru 37.375 manns og af þeim greiddu 7.757 manns atkvæði, eða 20,75%. Samningarnir voru samþykktir með 88,40% atkvæða, nei sögðu 9,85% og 1,79% skilaði auðum kjörseðli.

Auk þessa greiddu félagar VR og LÍV atkvæði um kjarasamning félaganna við Félag atvinnurekenda sem var undirritaður þann 5. apríl. Á kjörskrá voru 1.732 og kjörsókn var 26,67%. Samningurinn var samþykktur með 88,74% atkvæða. 10,17% sögðu nei og 1,08% skilaði auðu.

Alls taka þessir samningar til tæplega 76.000 manns.