Nú standa yfir framkvæmdir á húsakynnum ríkissáttasemjara. Unnið er að endurbótum á norðurálmu húsnæðisins með það að markmiði að nýta rýmið betur, fjölga fundasölum og bæta fundaaðstöðuna. Á meðan á þessu stendur færist öll starfsemi embættisins í suðurálmu. Í ljósi þess er óhjákvæmilegt að erfiðara verði að verða við óskum um fundaaðstöðu í óvísuðum málum. Við vonum að framkvæmdirnar valdi sem minnstum óþægindum en áætlaður framkvæmdatími er 2-3 mánuðir. Við hlökkum til að kynna endurbætt húsakynni á nýju ári
Máli Félags íslenskra náttúrufræðinga og Samninganefndar ríkisins var vísað til ríkissáttasemjara í dag.
Málið er það fimmta sem ríkissáttasemjari hefur til meðferðar nú um stundir en önnur mál á borði ríkissáttasemjara eru mál Félags íslenskra atvinnuflugmanna og SA v. Icelandair, mál Flugvirkjafélags Íslands og SA v. Icelandair, mál Flugfreyjufélags Íslands og Primera Air Nordic SIA og mál FS, félags skipstjórnarmanna og VM félags vélstjóra og máltæknimanna og Hvalaskoðunar Reykjavíkur og Special Tours.