Skip to main content

Færslur

Vinnustöðvun boðuð

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Vinnustöðvun hefur verið boðuð í máli Flugvirkjafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 9. mars.

Náist samningar ekki mun ótímabundið verkfall hefjast klukkan 7:30 þann 25. apríl 2018.

Kjarasamningur undirritaður

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Air Iceland connect undirrituðu kjarasamning rétt um klukkan 16 í dag. Fyrri kjarasamningur aðila rann út í ársbyrjun 2018 og höfðu nokkrir fundir verið haldnir áður en málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 20. mars sl.

Fundurinn í dag var annar sáttafundurinn sem haldinn var undir stjórn ríkissáttasemjara.

Nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga í samræmi við niðurstöðu fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launatölfræði sem fram fór í janúar sl.

Emma Björg Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá ríkissáttasemjara mun sitja í nefndinni fyrir hönd embættisins.

Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir árslok 2018.

 

Námstefna í samningagerð

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Á árinu 2018 mun ríkissáttasemjari standa fyrir námstefnu í samningagerð fyrir íslenskt samninganefndafólk. Námstefnan fer fram á Bifröst og verður haldin tvisvar sinnum á árinu; 2.-4. maí og 1.-3. október og geta þátttakendur valið á milli þessara dagsetninga. Á námstefnunni verður fjallað um þætti á borð við leikreglur á vinnumarkaði, samskipti og ábyrgð, góða samningahætti og teymisvinnu svo eitthvað sé nefnt.

Skráning stendur yfir í gegnum vef ríkissáttasemjara og dagskrá námstefnunnar má nálgast hér að neðan.

Námstefna í samningagerð

Fyrirspurnum svarar Emma Björg Eyjólfsdóttir í síma 511-4411 eða í gegnum netfangið emma@rikissattasemjari.is

 

Nýtt sáttamál hjá ríkissáttasemjara

By Frétt frá ríkissáttasemjara
[av_textblock size=” font_color=” color=” admin_preview_bg=”] Máli Flugvirkjafélags Íslands og Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslu Íslands hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Máið er það þriðja sem vísað er til ríkissáttasemjara á árinu 2018. Fyrsti fundur verður boðaður í málinu á næstu dögum.
[/av_textblock]