Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Kjarasamningur undirritaður

Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Air Iceland connect undirrituðu kjarasamning rétt um klukkan 16 í dag. Fyrri kjarasamningur aðila rann út í ársbyrjun 2018 og höfðu nokkrir fundir verið haldnir áður en málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 20. mars sl.

Fundurinn í dag var annar sáttafundurinn sem haldinn var undir stjórn ríkissáttasemjara.