Skip to main content

Færslur

Merki BSRB

Aðildarfélög BSRB boða vinnustöðvanir

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Embætti ríkissáttasemjara hefur móttekið tilkynningar um vinnustöðvanir frá fjórum aðildarfélögum BSRB (Sameyki, Starfsmannafélagi Garðabæjar, Starfsmannafélagi Kópavogs og Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar).

Sameyki

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Sameykis, sem starfa í grunnskólum hjá Seltjarnarnesbæ, og hefjast á miðnætti aðfaranætur 15. maí 2023. Þær verða sem hér segir:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 15. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 16. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023

Á kjörskrá voru 33 félagsmenn Sameykis, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 25 (75,8%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 25 (100%).

Starfsmannafélög Garðabæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Starfsmannafélags Garðabæjar, sem starfa hjá leikskólum hjá Garðabæ; félagsmanna Starfsmannafélags Kópavogs, sem starfa á leikskólum hjá Kópavogsbæ og félagsmanna Starfsmannafélags Mosfellsbæjar, sem starfa á leik- og grunnskólum auk frístundaheimila hjá Mosfellsbæ. Þær verða sem hér segir:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 15. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 16. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 25. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 30. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 30. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 31. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 1. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 5. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 6. júní 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 6. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 7. júní 2023 til klukkan 12:00 miðvikudaginn 7. júní 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 8. júní 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 8. júní 2023

Vinnustöðvanir hjá félagsmönnum Starfsmannafélags Kópavogs sem starfa í grunnskólum verða sem hér segir:

 • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 15. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 16. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
 • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023

Á kjörskrá Starfsmannafélags Garðabæjar voru 170 félagsmenn. Af þeim greiddu 146 (85,9%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 142 (97,3%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 3 (2,7%).

Á kjörskrá Starfsmannafélags Kópavogs voru 1.253 félagsmenn. Af þeim greiddu 832 (66,4%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 764 (91,8%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 68 (8,2%).

Á kjörskrá Starfsmannafélags Mosfellsbæjar voru 468 félagsmenn. Af þeim greiddu 347 (74,1%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 336 (96,8%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 11 (3,2%).

Kjaradeilum aðildarfélaga BSRB vísað til ríkissáttasemjara

By Frétt frá ríkissáttasemjara

BSRB hefur vísað kjaradeilum 11 aðildarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga til embættis ríkissáttasemjara; fyrir hönd umræddra félaga. Erindi þess efnis var móttekið þann 4. apríl síðastliðinn.

Um er að ræða FOSA, FOSS, Kjölur, Sameyki, Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja.

VM og RSÍ undirrita kjarasamning við Landsvirkjun

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Samninganefndir Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og Landsvirkjunnar komu saman í húsakynnum ríkissáttasemjara um tvö í eftirmiðdaginn, þann 22. mars. Samkomulag náðist um kjarasamning til 31. janúar 2024; en hann bíður nú staðfestingar félagsmanna í atkvæðagreiðslu.

Frá undirskrift – aðsend mynd frá Kristjáni Þórði Snæbjörnssyni
Að undirskrift yfirstaðinni var, venju samkvæmt, boðið upp á vöfflur.

Niðurstöður atkvæðagreiðslna félaga sjómanna, skipstjórnarmanna og vélstjóra

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Eftirfarandi niðurstöður liggja fyrir um atkvæðagreiðslur um kjarasamninga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og

 • Félags skipstjórnarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðurnesjum
  • Á kjörskrá voru 413. Þar af greiddu 343 (83,1%) atkvæði
   • Atkvæði með samningnum voru 190 (55,4%)
   • Atkvæði á móti voru 146 (42,6%)
   • 7 (2%) tóku ekki afstöðu
 • Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur
  • Á kjörskrá voru 613. Þar af greiddu 318 (51,9%) atkvæði
   • Atkvæði með samningnum voru 109 (34,3%)
   • Atkvæði á móti voru 189 (59,4%)
   • 20 (6,3%) tóku ekki afstöðu
 • Sjómannafélag Íslands
  • Á kjörskrá voru 424. Þar af greiddu 161 (38,0%) atkvæði
   • Atkvæði með samningnum voru 13 (8,1%)
   • Atkvæði á móti voru 145 (90,1%)
   • 3 (1,9%) tóku ekki afstöðu
 • Sjómannasambands Íslands, fyrir hönd:
  • Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Snæfellinga, Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga (VerkVest), Stéttarfélagsins Samstöðu, Öldunnar – stéttarfélags – Sauðárkróki, Sjómannafélags Ólafsfjarðar, Sjómannafélags Eyjafjarðar, Framsýnar – stéttarfélags, Verkalýðsfélags Þórshafnar, ASA vegna AFL – starfsgreinafélags, Sjómannafélagsins Jötuns – Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélagsins Bárunnar, Eflingu- stéttarfélags, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis auk Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis
  • Á kjörskrá voru 1.200. Þar af greiddu 571 (47,6%) atkvæði
   • Atkvæði með samningnum voru 180 (31,5%)
   • Atkvæði á móti voru 385 (67,4%)
   • 6 (1,1%) tóku ekki afstöðu
 • VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna
  • Á kjörskrá voru 374. Þar af greiddu 283 (75,7%) atkvæði
   • Atkvæði með samningnum voru 108 (38,2%)
   • Atkvæði á móti voru 169 (59,7%)
   • 6 (2,1%) tóku ekki afstöðu

Miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara samþykkt

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 1. mars, í deilu Eflingar – stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt af félagsmönnum og aðildarfyrirtækjum hlutaðila.

Atkvæðagreiðslan hófst á hádegi 3. mars og lauk þann 8. mars klukkan 10:00.

Á kjörskrá Eflingar – stéttarfélags voru 21.669 manns og var kjörsókn 22,77%. Af þeim samþykktu 84,92% tillöguna en 15,08% höfnuðu. Heildarvægi atkvæða hjá aðildarfélögum Samtaka atvinnulífsins voru 529.411 og var kjörsókn 81,37%. Af þeim samþykktu 98,59% tillöguna en 1,41% höfnuðu.

Samtök atvinnulífsins fresta verkbanni

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Samtök atvinnulífsins hafa tilkynnt Eflingu – stéttarfélagi og ríkissáttasemjara um þá ákvörðun að fresta upphafi boðaðs, ótímabundins, verkbanns um rúma fjóra sólarhringa; þ.e. til kl. 16:00 mánudaginn 6. mars 2023.

Í tilkynningunni kemur fram að verkbanninu sé frestað að beiðni setts ríkissáttasemjara. Boðað hefur verið til fundar í deilu Eflingar og SA í kvöld, 27. febrúar.