Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Kjarasamningur milli FFR og SA v. Isavia samþykktur með atkvæðagreiðslu

Niðurstöður kosningar um kjarasamning milli Félags flugmálastarfsmanna (FFR) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Isavia ohf. liggja fyrir.

Á kjörskrá voru 400 félagsmenn. Af þeim greiddu 325 (81,3%) atkvæði. Atkvæði með samningnum voru 255 (78,5%) en 57 (17,6%) á móti. 13 (4,0%) tóku ekki afstöðu.