Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara samþykkt

Miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara, sem lögð var fram 1. mars, í deilu Eflingar – stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins var samþykkt af félagsmönnum og aðildarfyrirtækjum hlutaðila.

Atkvæðagreiðslan hófst á hádegi 3. mars og lauk þann 8. mars klukkan 10:00.

Á kjörskrá Eflingar – stéttarfélags voru 21.669 manns og var kjörsókn 22,77%. Af þeim samþykktu 84,92% tillöguna en 15,08% höfnuðu. Heildarvægi atkvæða hjá aðildarfélögum Samtaka atvinnulífsins voru 529.411 og var kjörsókn 81,37%. Af þeim samþykktu 98,59% tillöguna en 1,41% höfnuðu.