Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Niðurstöður atkvæðagreiðslna félaga sjómanna, skipstjórnarmanna og vélstjóra

Eftirfarandi niðurstöður liggja fyrir um atkvæðagreiðslur um kjarasamninga Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og

  • Félags skipstjórnarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðurnesjum
    • Á kjörskrá voru 413. Þar af greiddu 343 (83,1%) atkvæði
      • Atkvæði með samningnum voru 190 (55,4%)
      • Atkvæði á móti voru 146 (42,6%)
      • 7 (2%) tóku ekki afstöðu
  • Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur
    • Á kjörskrá voru 613. Þar af greiddu 318 (51,9%) atkvæði
      • Atkvæði með samningnum voru 109 (34,3%)
      • Atkvæði á móti voru 189 (59,4%)
      • 20 (6,3%) tóku ekki afstöðu
  • Sjómannafélag Íslands
    • Á kjörskrá voru 424. Þar af greiddu 161 (38,0%) atkvæði
      • Atkvæði með samningnum voru 13 (8,1%)
      • Atkvæði á móti voru 145 (90,1%)
      • 3 (1,9%) tóku ekki afstöðu
  • Sjómannasambands Íslands, fyrir hönd:
    • Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Snæfellinga, Verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Vestfirðinga (VerkVest), Stéttarfélagsins Samstöðu, Öldunnar – stéttarfélags – Sauðárkróki, Sjómannafélags Ólafsfjarðar, Sjómannafélags Eyjafjarðar, Framsýnar – stéttarfélags, Verkalýðsfélags Þórshafnar, ASA vegna AFL – starfsgreinafélags, Sjómannafélagsins Jötuns – Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélagsins Bárunnar, Eflingu- stéttarfélags, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis auk Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis
    • Á kjörskrá voru 1.200. Þar af greiddu 571 (47,6%) atkvæði
      • Atkvæði með samningnum voru 180 (31,5%)
      • Atkvæði á móti voru 385 (67,4%)
      • 6 (1,1%) tóku ekki afstöðu
  • VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna
    • Á kjörskrá voru 374. Þar af greiddu 283 (75,7%) atkvæði
      • Atkvæði með samningnum voru 108 (38,2%)
      • Atkvæði á móti voru 169 (59,7%)
      • 6 (2,1%) tóku ekki afstöðu