Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

VM og RSÍ undirrita kjarasamning við Landsvirkjun

Samninganefndir Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og Landsvirkjunnar komu saman í húsakynnum ríkissáttasemjara um tvö í eftirmiðdaginn, þann 22. mars. Samkomulag náðist um kjarasamning til 31. janúar 2024; en hann bíður nú staðfestingar félagsmanna í atkvæðagreiðslu.

Frá undirskrift – aðsend mynd frá Kristjáni Þórði Snæbjörnssyni
Að undirskrift yfirstaðinni var, venju samkvæmt, boðið upp á vöfflur.