Skip to main content

Flugmenn innan FÍA boða verkfall hjá Bláfugli

By Frétt frá ríkissáttasemjara

FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað verkfall f.h. félagsmanna sinna hjá Bluebird Nordic.

Verkfallið hefst kl. 00.01, 1. febrúar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Á kjörskrá voru 10 og tóku allir þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu  verkfallsboðun.

Verkfallsaðgerðirnar fela í sér ótímabundið verkfall meðal flugmanna Bluebird Nordic sem eru félagsmenn í FÍA.

Nýgerðir kjarasamningar samþykktir í Straumsvík

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Kjarasamningar starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík voru samþykktir með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu.

Iðnaðarmenn samþykktu samninginn með 85% atkvæða, þátttaka í atkvæðagreiðslunni var rúmlega 90%.

Félagar í Verkalýðsfélaginu Hlíf og VR samþykktu með 89% greiddra atkvæða og þátttakan var tæp 70%.

Boðuðum verkföllum hefur verið aflýst.