Skip to main content

Kjarasamningur undirritaður

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Air Atlanta Icelandic skrifuðu undir kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 21:30 í kvöld.

Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 27. október 2017 og var fundurinn sá sjötti sem haldinn er á vegum embættisins. Fundurinn hófst klukkan 14:00 í dag og stóð því yfir í rúmar sjö klukkustundir.

Sex sáttamál til meðferðar

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Við upphaf nýs árs hefur ríkissáttasemjari 6 sáttamál til meðferðar. Þetta eru:

Félag skipstjórnarmanna (FS) og VM -félag vélstjóra og máltæknimanna og Samtök atvinnulífsis (SA) vegna Hvalaskoðunar Reykjavíkur og Special tours

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og SA vegna Icelandair

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og ríkið

Flugvirkjafélag Íslands (FVFÍ) og SA vegna Air Atlanta Icelandic

Kennarasamband Íslands (KÍ) vegna framhaldsskóla og ríkið

Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og Primera Air Nordic SIA

Að gefnu tilefni

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Að gefnu tilefni vill embættið koma því á framfæri að ekki var lögð fram sáttatillaga af hálfu aðstoðarsáttasemjara í máli Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Á fundi sem lauk um fjögurleytið í nótt fóru fram þreifingar á milli samningsaðila en engin sáttatillaga var lögð fram.