Skip to main content

Nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga í samræmi við niðurstöðu fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launatölfræði sem fram fór í janúar sl.

Emma Björg Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá ríkissáttasemjara mun sitja í nefndinni fyrir hönd embættisins.

Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir árslok 2018.

 

Námstefna í samningagerð

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Á árinu 2018 mun ríkissáttasemjari standa fyrir námstefnu í samningagerð fyrir íslenskt samninganefndafólk. Námstefnan fer fram á Bifröst og verður haldin tvisvar sinnum á árinu; 2.-4. maí og 1.-3. október og geta þátttakendur valið á milli þessara dagsetninga. Á námstefnunni verður fjallað um þætti á borð við leikreglur á vinnumarkaði, samskipti og ábyrgð, góða samningahætti og teymisvinnu svo eitthvað sé nefnt.

Skráning stendur yfir í gegnum vef ríkissáttasemjara og dagskrá námstefnunnar má nálgast hér að neðan.

Námstefna í samningagerð

Fyrirspurnum svarar Emma Björg Eyjólfsdóttir í síma 511-4411 eða í gegnum netfangið emma@rikissattasemjari.is

 

Nýtt sáttamál hjá ríkissáttasemjara

By Frétt frá ríkissáttasemjara
[av_textblock size=“ font_color=“ color=“ admin_preview_bg=“] Máli Flugvirkjafélags Íslands og Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslu Íslands hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Máið er það þriðja sem vísað er til ríkissáttasemjara á árinu 2018. Fyrsti fundur verður boðaður í málinu á næstu dögum.
[/av_textblock]

Ráðstefna sænska ríkissáttasemjarans í Stokkhólmi

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Í dag fór fram ráðstefna í Stokkhólmi í tengslum við útgáfu á ársskýrslu ríkissáttasemjara í Svíþjóð fyrir árið 2017. Til ráðstefnunnar mættu um 300 fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins, ráðuneyti vinnumála, hagstofunni og seðlabankanum.

Starfsmenn ríkissáttasemjara opnuðu ráðstefnuna með því að gera grein fyrir árinu 2017 á sænskum vinnumarkaði, meðal annars gerðum kjarasamningum, deilum á vinnumarkaði, stöðu og horfum í efnahagslífinu og launaþróun á árinu. Þá var sjónum beint sérstaklega að kynbundnum launamuni og þróun hans á síðustu árum.

Allan Larsson, fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar og ráðgjafi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um félagsleg réttindi flutti erindi þar sem hann ræddi sænska vinnumarkaðslíkanið í evrópsku samhengi.

Ráðstefnunni lauk með pallborðsumræðum þar sem fulltrúar stéttarfélaga og launagreiðenda ræddu samspil aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, ekki síst á opinberum vinnumarkaði. Þá fengu fulltrúar stjórnvalda tækifæri til að bregðast við umræðum aðila vinnumarkaðarins.

Upptökur frá ráðstefnunni má nálgast hér