Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Kjarasamningur undirritaður

Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Air Atlanta Icelandic skrifuðu undir kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 21:30 í kvöld.

Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 27. október 2017 og var fundurinn sá sjötti sem haldinn er á vegum embættisins. Fundurinn hófst klukkan 14:00 í dag og stóð því yfir í rúmar sjö klukkustundir.