Hlíf, RSÍ, FIT, VM og VR og SA v/Rio Tinto hafa undirritað kjarasamning fyrir starfsmenn álversins.

Samningurinn gildir til 31. maí 2021.

Kennarasamband Íslands v/Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara.

Kjarasamningur milli aðila hefur verið laus síðan 30. júní 2019, og samningaviðræður staðið frá því í apríl síðastliðnum án þess niðurstaða næðist.

 

Efling stéttarfélag og SSSK, Samtök sjálfstæðra skóla  hafa undirritað kjarasamning til 31. maí 2023. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019.

FVFÍ, Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun það hefjast 5. nóvember nk. kl. 23.59.

18 flugvirkjar voru á kjörskrá og 16 tóku þátt í atkvæðagreiðslu.

14 sögðu já eða 87,5%

2 tóku ekki afstöðu eða 12,5%

Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum sem unnin eru á grundvelli laga nr 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands.

 

Áðurboðuðu verkfalli sem átti að hefjast 28. október var aflýst.

Félag iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélag Akraness, Stéttarfélag Vesturlands, VR og Rafniðnaðarsamband Íslands undirrituðu kjarasamning við Norðurál á Grundartanga, nú á sjöunda tímanum.

Samningur gildir til 31. desember 2024.

Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara undirritaði í kvöld kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samningurinn gildir frá 1. september 2020 til desember 2021.

Starfsmenn Rio Tinto í  fimm verkalýðsfélögum hafa boðað til verkfalla   í Straumsvík, sem hefjast 16. októ­ber.

Verkalýðfélagið Hlíf samþykkti verkfallsboðun með 80% greiddra atkvæða,

FIT – Félag iðn og tæknigreina samþykkti með 87%,

í Félagi rafeindavirkja voru 86% samþykkir verkfalli,

91% í Félagi íslenskra rafvirkja

og  85% í VM.

Ákveðnar starfs­stétt­ir fara í dag­leg verk­föll út nóv­em­ber en ef ekki tekst að semja fyr­ir lok þess mánaðar hefst alls­herj­ar­verk­fall 1. desember.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaradeilu við Kennarasamband Íslands vegna Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara.

Viðræður hafa staðið frá því í apríl síðastliðinn án árangurs og telur samninganefnd sveitarfélaganna útilokað að árangur verði af frekari viðræðum milli aðila án aðkomu embættis ríkissáttasemjara