Skip to main content

Undirritun kjarasamnings

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Á fjórða tímanum í dag var undirritaður kjarasamningur á milli 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023. Um 4.000 félagar í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins munu greiða atkvæði um samninginn og lýkur atkvæðagreiðslunni þann 10. febrúar.

Sáttamál til meðferðar 2020

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Af þeim 42 málum sem vísað var til ríkissáttasemjara á árinu 2019 eru 34 enn í vinnslu á árinu 2020. Aðallega er um að ræða mál aðildarfélaga BSRB við ríki og sveitarfélög en einnig nokkur mál flugstétta og viðsemjenda á almennum vinnumarkaði, mál Blaðamannfélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins og mál Hlífar, VR, Rafiðnaðarsambandsins, VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna og FIT og Samtaka atvinnulífsins vegna Ísal.

Kjaratölfræðinefnd tekur til starfa

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Fyrsti fundur Kjaratölfræðinefndar var haldinn í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag.

Samkomulag um stofnun Kjaratölfræðinefndar var undirritað þann 15. maí sl. en hún er samstarf heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga um undirbúning og eftirfylgni kjarasamninga. Markmiðið er að aðilar samkomulagsins hafi sameiginlegan skilning á þeim hagtölum sem mestu máli skipta við gerð kjarasamninga.

Aðild að nefndinni eiga forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og Hagstofa Íslands.

Félags- og barnamálaráðherra skipar í nefndina til fjögurra ára í senn eftir tilnefningu þeirra sem eiga aðild að nefndinni. Þá skipar ráðherra formann nefndarinnar án tilnefningar. Ríkissáttasemjari hýsir nefndina og sér henni fyrir funda- og starfsaðstöðu.

Kjaradeilum vísað til ríkissáttasemjara

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Kjaradeilum stéttarfélaga  sem gera kjarasamning við SA v/ISAL (Ríó Tintó Alcan)  hefur verið vísað til ríkissáttasemjara.

Annars vegar eru það RSÍ v/ Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, VM og FIT sem vísa sinni kjaradeilu við ofangreinda aðila og svo hins vegar Verkalýðsfélagið Hlíf og VR.

Boðað verður til fundar með samningsaðilum innan tíðar.

Blaðamenn fella kjarasamning

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Félagar í Blaðamannafélagi Íslands felldu kjarasamning sem undirritaður var föstudaginn 22. nóvember sl.

Á kjörskrá voru 380 og atkvæði greiddu 147 eða 38,7%.

Atkvæði féllu þannig að já sögðu 36,eða 24,5%,  nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.

Fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara kl. 15.00 í dag.