Máli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og SA vegna Icelandair var vísað til ríkissáttasemjara þann 26. september. Fyrsti fundur hefur verið boðaður í málinu þann 2. október næstkomandi.

 

 

Eitt nýtt sáttamál er nú á borði ríkissáttasemjara en það er mál Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 8. september og hefur fyrsti fundur í málinu verið boðaður þann 19. september næstkomandi.

 

Opnað hefur verið fyrir skráningar á sameiginlega námstefnu í samningagerð fyrir allt samninganefndafólk á Íslandi sem ríkissáttasemjari mun bjóða upp á í maí og september 2018.

Námstefnan verður haldin á Bifröst í Borgarfirði og á henni verður farið yfir ýmsa þætti sem skipta máli fyrir undirbúning kjarasamningagerðar.

Drög að dagskrá og skráningareyðublað má nálgast hér.