Skip to main content

Vinnustöðvun

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Efling – stéttarfélag hefur boðað vinnustöðvun allra félagsmanna sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Á kjörskrá voru 1894 félagsmenn Eflingar. 1121 greiddi atkvæði og var vinnustöðvun samþykkt með 96% greiddra atkvæða.

Vinnustöðvunin framkvæmist með þeim hætti að félagsmenn leggja niður störf sem hér segir:

Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 til 23:59

Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 til 23:59

Þriðjudagur 11. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 til 23:59

Miðvikudagur 12. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 til 23:59

Fimmtudagur 13. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 til 23:59

Mánudagur 17. febrúar 2020: Vinna lögð niður ótímabundið frá klukkan 00:01

Undirritun kjarasamnings

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Á fjórða tímanum í dag var undirritaður kjarasamningur á milli 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023. Um 4.000 félagar í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins munu greiða atkvæði um samninginn og lýkur atkvæðagreiðslunni þann 10. febrúar.

Sáttamál til meðferðar 2020

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Af þeim 42 málum sem vísað var til ríkissáttasemjara á árinu 2019 eru 34 enn í vinnslu á árinu 2020. Aðallega er um að ræða mál aðildarfélaga BSRB við ríki og sveitarfélög en einnig nokkur mál flugstétta og viðsemjenda á almennum vinnumarkaði, mál Blaðamannfélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins og mál Hlífar, VR, Rafiðnaðarsambandsins, VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna og FIT og Samtaka atvinnulífsins vegna Ísal.