Skip to main content

Efling – stéttarfélag hefur boðað vinnustöðvun allra félagsmanna sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Á kjörskrá voru 1894 félagsmenn Eflingar. 1121 greiddi atkvæði og var vinnustöðvun samþykkt með 96% greiddra atkvæða.

Vinnustöðvunin framkvæmist með þeim hætti að félagsmenn leggja niður störf sem hér segir:

Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 til 23:59

Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 til 23:59

Þriðjudagur 11. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 til 23:59

Miðvikudagur 12. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 til 23:59

Fimmtudagur 13. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 til 23:59

Mánudagur 17. febrúar 2020: Vinna lögð niður ótímabundið frá klukkan 00:01