Skip to main content
Alþýðusamband Íslands, Efling, LV

Verkfallsboðun

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Ótímabundin vinnustöðvun hefur verið boðuð hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus. Vinnustöðvunin hefst klukkan 12:00 þriðjudaginn 5. mars. Á kjörskrá voru 260 félagsmenn Eflingar. Á kjörskrá voru 260 félagsmenn Eflingar. Verkfallsboðun hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa í grunnskólum sveitarfélaganna var samþykkt með 89,35% greiddra atkvæða. Verkfallsboðun hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögunum á öðrum vnnustöðum en í grunnskólum var samþykkt með 88,17% greiddra atkvæða.

Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum undirrita kjarasamning við ríkið

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Samninganefndir Kennarasambands Íslands vegna Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hins vegar, undirrituðu kjarasamning á fjórða tímanum í dag. Samningurinn gildir til 31. desember 2020. Kjarasamningur aðila rann út þann 31. mars 2019. Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna og skal atkvæðagreiðslu um hann lokið eigi síðar en 24. apríl.

Tómas Örn Kristinsson nýr starfsmaður ríkissáttasemjara

By Frétt frá ríkissáttasemjara

Tómas Örn Kristinsson, töl- og tölvunarfræðingur, hóf störf hjá embætti ríkissáttasemjara í byrjun apríl. Hann starfar fyrir Kjaratölfræðinefnd, sem stofnuð var í lok síðasta árs til að stuðla að sameiginlegum skilningi aðila vinnumarkaðarins á eðli og þróun þeirra hagtalna sem skipta mestu máli við gerð kjarasamninga. Starf Tómas Arnar felst m.a. í greiningum og skýrsluskrifum, en fyrsta útgáfa nefndarinnar verður í september 2020 – skömmu fyrir endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Tómas Örn lauk B.S. gráðu í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands 1986, MBA prófi frá Rockford University 1988 og meistaragráðu í tölfræði og upplýsingastjórnun frá Nova Universidade í Lissabon 2017.

Tómas Örn starfaði hjá Seðlabanka Íslands frá árinu 1999 til 2020. Þar á undan var hann ritstjóri Vísbendingar í tvö og hálft ár, hjá Verðbréfaþingi Íslands í 5 ár og hjá Fjárfestingarfélagi Íslands í 3 ár.

Kjaratölfræðinefnd er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði auk fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands.

Stofnun Kjaratölfræðinefndar er mikið framfaraskref og við bindum miklar vonir við að hún muni gefa góðan grunn fyrir undirbúning og umræðu við gerð kjarasamninga.

-Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari.

 

Það er mikill fengur fyrir nefndina að fá Tómas Örn til starfa. Menntun hans og víðtæk reynsla nýtist vel í þeirri þróunarvinnu sem framundan er til að efla greiningar á kjaraþróun og bæta framsetningu þeirra.

-Edda Rós Karlsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar.