Kjaradeilum stéttarfélaga  sem gera kjarasamning við SA v/ISAL (Ríó Tintó Alcan)  hefur verið vísað til ríkissáttasemjara.

Annars vegar eru það RSÍ v/ Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, VM og FIT sem vísa sinni kjaradeilu við ofangreinda aðila og svo hins vegar Verkalýðsfélagið Hlíf og VR.

Boðað verður til fundar með samningsaðilum innan tíðar.

Félagar í Blaðamannafélagi Íslands felldu kjarasamning sem undirritaður var föstudaginn 22. nóvember sl.

Á kjörskrá voru 380 og atkvæði greiddu 147 eða 38,7%.

Atkvæði féllu þannig að já sögðu 36,eða 24,5%,  nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.

Fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara kl. 15.00 í dag.

Fyrsti fundur nýs Þjóðhagsráðs var haldinn í Ráðherrabústaðnum í dag en samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs var undirritað þann 18. júní síðastliðinn.

Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Í Þjóðhagsráði sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, seðlabankastjóri, forseti ASÍ, formenn BSRB, BHM og KÍ og framkvæmdastjóri SA.

Á fundinum í dag var rætt um hagstjórn, velsældarmælikvarða, greiðsluþátttöku sjúklinga og græna skatta.