Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Fyrsti fundur nýs Þjóðhagsráðs haldinn í dag

By 4. nóvember, 2019No Comments

Fyrsti fundur nýs Þjóðhagsráðs var haldinn í Ráðherrabústaðnum í dag en samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs var undirritað þann 18. júní síðastliðinn.

Markmið Þjóðhagsráðs er að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Í Þjóðhagsráði sitja forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, seðlabankastjóri, forseti ASÍ, formenn BSRB, BHM og KÍ og framkvæmdastjóri SA.

Á fundinum í dag var rætt um hagstjórn, velsældarmælikvarða, greiðsluþátttöku sjúklinga og græna skatta.